Illþýði

Það er einungis spurning um hvenær, en ekki hvort Sævar og hin fórnarlömbin úr þessu sóðalega máli munu hljóta fulla uppreisn æru. Líklega munu misjafnlega áhrifa miklir aðilar sem komu beint og óbeint að þessum dómsmorðum skiljanlega halda sínu striki og tefja og hindra endurupptöku málsins út yfir gröf og dauða allra málsaðila.
Megi þeir hafa ævarandi skömm fyrir.
mbl.is Sævar í sínu besta formi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hverjir voru Fangaverðirnir???

Vilhjálmur Stefánsson, 28.9.2012 kl. 22:29

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég bið almættið algóða og réttláta að hjálpa til við að koma sannleikanum upp á yfirborðið, og styrkja og hjálpa börnum og aðstandendum Sævars.

Meir get ég ekki gert í þessu máli, til að hjálpa.

Ég stend með þessum lesblinda og samfélags-útskúfaða fráfallna dreng, sem hrakinn var frá mannréttindum, "réttarkerfinu" og jarðartilvist sinni á Íslandi.

Kaldara getur svívirðilegt "réttar"-spillingarkerfið ekki orðið! Hvar var kirkjan og "kristna samfélagið", þegar Sævar var svikinn af stjórnsýslustýrða dómskerfinu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.9.2012 kl. 22:51

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Vilhjálmur:

Fangaverðirnir voru klárlega sömu úrhrökin og standa enn vaktina um hagsmuni hinna fáu útvöldu eins og sjá má hvert sem maður lítur.

Anna Sigríður:

Ég tek undir orð þín. Það var sorglegt að sjá, að það var ekki fyrr en varðhundar Hæstaréttar höfnuðu beiðni Sævars um endurupptöku málsins að hann bugaðist endanlega og brotnaði.

Jónatan Karlsson, 29.9.2012 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband