Er samstarf x-g og x-c raunhæfur möguleiki?

Mig hryllir við þeirri tilhugsun, að þegar Samfylkingin og Vinstri grænir hrökklast loks frá völdum að þá muni Sjálfstæðisflokkurinn með Bjarna, Þorgerði, "Illhuga" og hina öðlingana, geta valið á milli Framsóknar og Samfylkingarinnar um næsta meirihluta hér landi. Hreifingin og Frjálslyndir fóru saman í Dögun og er það synd fyrir Frjálslynda, eða með öðrum orðum: Þar fór góður biti í hundskjaft. Besta skrípaframboð hins leitandi Guðmundar Steingrímssonar er heldur ekki valkostur, en þá standa tvö örframboð eftir, hvort öðru athyglisverðara. Það eru Samstaða Lilju Mósesdóttur og Hægri grænir Guðmundar Franklíns. Í dag myndi atkvæði mitt líkast fara til x-g, en þó Lilja höfði til vinstri kjósenda, þá velti ég því fyrir mér hvort það sé óyfirstíganlegur munur á forgangsmálum þessara tveggja framboða. Í öllum aðal atriðum sýnist mér þau hafa þann samhljóm sem Ísland vantar og því varpa ég fram þessari spurningu, í þeirri von að ef þau gætu brúað nokkur hugmyndafræðileg bil, hvort þau gætu gert kraftaverk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband