Fróðlegt símaviðtal við Ásgerði Jónu Flosadóttur í Sjanghæ

Í morgun heyrði ég símviðtal við Ásgerði Jónu Flosadóttur, þá ágætu hugsjóna manneskju, í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu. Hún er nú í Kína, í sinni fyrstu ferð með hópi Íslendinga og heyrðist mér að þau færu víða og voru bæði Peking og Shanghæ nefndar til sögunar. Það er skemmst frá því að segja, að Ásgerður virtist mjög hrifin af mörgu sem hún var búin að upplifa og heyrðist mér það jafnvel hafa komið henni á óvart. Ástæða þess að ég geri þessa jákvæðu ferðalýsingu Ásgerðar að umræðuefni er sú neikvæða mynd sem dregin er upp af Kína og Kínverjum um þessar mundir hér á Íslandi, sem líklega tengist áformum Nubo um uppbyggingu ferðamanna aðstöðu á Grímsstöðum á Fjöllum. Þessi hræðsla Íslendinga við breytta heimsmynd og nýjungar er ekki ný af nálinni og ekkert við því að gera, en raunveruleikinn er eigi að síður sá að á næstu árum er reiknað með að sívaxandi árlegi fjöldi kínverskra ferðamanna sem heimsækir Evrópu á ári hverju nái 100 milljónum einstaklinga. Þetta er staðreynd sem hverfur ekki þótt maður mótmæli hástöfum, heldur væri skynsamlegra að taka okkur t.a.m. frændur okkar Dani til fyrirmyndar. Í Danmörku er nú boðið upp á kínversku sem valfag í grunnskólum landsins og viðlíka fyrirhyggju má reyndar sjá í ferðatengdum iðnaði út um allar jarðir, nema kannski hér á Íslandi. Hér vitum við jú betur og erum öðrum fremri, eins og kom svo eftirminnilega í ljós fyrir þremur árum síðan. Það verður að segjast að það er bæði lýjandi og þreytandi að hlusta á örfáa, en mjög svo háværa og áberandi einstaklinga á borð við Jón Val Jensson og Birgittu Jónsdóttur, auk nokkura annara öðlinga, blaðrandi í fjölmiðlum og á torgum um hve ömurlegt og hræðilegt ástandiuð sé í Kína, því að mig rennir grun í að eitt eigi þessir einstaklingar sameiginlegt, en það er að öll þeirra vitneskja virðist kjánalegur hræðslu áróður og sömuleiðis þykir mér augljóst á að ekkert þeirra hafi komið til Kína. Ég vil að endingu hvetja sem flesta Íslendinga, og þó sérstaklega fyrr nefnd skötuhjú að leggja land undir fót og kynna sér Kína með eigin augum, eða í það minnsta að kynna sér málið í hlutlausum heimildum, t.d. hjá Vísindavef Háskóla Íslands, sem ég ímynda mér að allir geti verið sammála um að gæti fulls hlutleysis í umfjöllun sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband