Vafasamar skoðanakannanir

Það er spaugilegt að fylgjast með gloppóttu minni Íslendinga. Á s.l. þremur árum hafa skoðanakannanir nafngreindra fyrirtækja og fjölmiðla á borð við Capacent Gallup og Fréttablaðið gefið villandi og kolrangar niðurstöður um endanleg úrslit mismunandi kosninga eða málefna, svo að undrun sætir. Þegar skoðanakannanir gefa svo misvísandi niðurstöður við endanleg úrslit, þá er aðeins um tvennt að ræða. Annað hvort var skoðana könnunin hroðvirknisleg og léleg, eða þá að niðurstaða kannanarinnar var pöntuð eða keypt til að hafa áhrif á sjálfa kosninguna, sem auðvitað er glæpsamlegt athæfi. Ég vil ekki fullyrða hvort á við í þeim könnunum sem ég minnist, t.a.m. verðmatið á SPRON áður en það var sett á markað eða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslnanna um Icesave, en bara síðast í dag heyrði ég Mennta- og Menningarráðherra vitna til einhverrar skoðanakannanar Capacent Gallup í umræðum á Alþingi, eins og ekkert væri sjálfsagðara, svipað og amen í kirkjuni. Því er nú helsta ástæða þessa bloggs míns að greipa í mitt minni og þitt niðurstöður skoðanakannana dagsins, sem telja hina geðþekku Þóru Arnórsdóttur muni sigra í komandi forsetakosningum með 49% greiddra atkvæða gegn Ólafs 34 prósenta. Þetta er að mínu mati fals og álít ég að sitjandi Forseti vor muni a.m.s.k. hljóta yfir helming greiddra atkvæða og að ég muni þar af leiðandi fá ítrekuð tækifæri til að nota uppáhalds tugguna mína mörgum til skapraunar: "Hvað sagði ég"
mbl.is Þóra mælist með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband