Til hamingju Geir

Að þessu máli loknu, getur Geir staðið hnarreistur, þó hann hafi að nafninu til fengið ádrepu fyrir að hafa ekki haldið formlega stjórnarfundi í aðdraganda hrunsins. Það sem meir er um vert, er að hvergi er minnst á óheiðarleika, vanhæfni eða illan ásetning í dómsorði. Öðru máli gegnir um samráðherrana sem sluppu við Landsdóm með því að fórna ærunni á hnjánum í drungalegum sölum Samfylkingarinnar líkt og alþjóð veit. Þau þrjú munu halda á vit örlaga sinna með þá herðakistla sem dómur sögunar mun áþreifanlega ánafna þeim. Geir eru hinsvegar allar leiðir færar og óska ég honum og sönnum velunnurum hans til hamingju með þessi kaflaskil.
mbl.is Það var reitt hátt til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamimgju með kvað?

Maðurinn var fundinn sekur fyrir stórfelld afglöp. Fyrstur íslenskra ráðherra til að verða kærður fyrir landsdómi.

Er það tilefni fyrir hamingjuóskir?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 12:41

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Með fullnaðarsigurinn auðvitað.

Merkilegt þó hvernnig sigurvíma karlsins brýst út í pirring og formælingum...

hilmar jónsson, 28.4.2012 kl. 13:15

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Geir dæmdur fyrir grafalvarlega hluti.

Að karlhlunkurinnnn skuli ekki biðja þjóðina afsökunar í stað þessa heimskulega kjaftsbrúks, segir flest það sem segja þarf um þennan riddara ömurleikans.

hilmar jónsson, 28.4.2012 kl. 13:25

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það kitlar í mér kvikindið, að þeir H & h ausi auri úr skálum reiði sinnar yfir þessum málalyktum Landsdóms. Það segir útaf fyrir sig allt sem segja þarf.

Jónatan Karlsson, 28.4.2012 kl. 19:13

5 identicon

Jónatan. ".....ausi úr skálum reiði sinnar yfir þessum málalyktum Landsdóms."

Við erum ekki reiðir yfir þessum málalyktum, við erum "happy".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband