Stoppaðu þá bara, Jón Bjarnason

Jón Bjarnason, þingmaður Vg og fyrrverandi ráðherra skrifar á Mogga bloggi sínu að nú sé nóg komið af EB daðri og að honum og fleirri nafngreindum vinstri grænum séu loks ljós svikin við auðtrúa kjósendur sína og sjái nú sárlega eftir að hafa sleikt Samfylkingar afturenda ákaft og umhugsunarlaust í taumlausu landsölu teyti. Jón er einn af þeim bloggurum sem býður lesendum ekki uppá að koma með athugasemdir við bloggfærslur sínar, þannig að ég vil þá bara hvetja hann og aðra sakbitna stjórnarsinna, hér og nú að standa þá við stóru orðin og stíga af þessari helför félagshyggju flokkana sem þetta landsöluhyski kýs að kalla sig áður en fullveldið tapast að eilífu vegna frama pots og fégræðgi örfárra drottinsvikara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón gerir sitt besta það eitt er víst látum lögin taka þessa landráðamenn sem halda áfram hvað sem tautar og raula.

http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/ 

Hér eru brot ráðherranna strax 16 Júlí 2009 og það eru líklega helmingi fleiri núna.

Valdimar Samúelsson, 14.4.2012 kl. 20:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Bjarnason er ekkert annað en kjaftaskur og eymingi. Hann hefur aldrei komið neinu í verk þannig að þú ættir ekki að ákalla hann í bænum þínum. Hann var ekki meiri bógur en svo að hann gat ekki skrifað sínar eigin greinar heldur endurritaði þær nánast orðrétt úr Mogganum. Kvittaði svo Atla siðspilling sem meðhöfund. Það er ekki ónýtt að eiga þessa dýrlinga að átrúnaði. Verði þér að góðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2012 kl. 20:27

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Valdimar.

Það er athyglisvert að lesa viðhengið frá þér. Sérstaklega er tímabært að huga að því að dusta rykið af landráða kaflanum.

Jónatan Karlsson, 14.4.2012 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband