Viðskiptahugmynd fyrir Icelandair.

Þegar hylla tekur undir endalok COVID-19 faraldursins verða íslenskir ferðaþjónustu aðilar að hefja stórsókn að því að ná aftur fyrri markaðshlutdeild og helst gott betur, því sveltur ferðamálaiðnaður Evrópu og reyndar heimsins alls, munu sannarlega ekki liggja á liði sínum í litríkum áróðri í þeim gjöfula iðnaði á komandi mánuðum.

Lykillinn að blómstrandi framtíð íslensks ferðaiðnaðar er að mínu mati ferðaglöð kínversk millistétt, sem einhverra hluta vegna hefur undanfarið í auknum mæli valið að hafa Ísland með í Evrópuferð sinni og mun ég nú í stuttu máli reyna að útskýra hvernig ég álít að Flugfélag Íslands (Icelandair) gæti haft hag af þeirri þróun.

Sívaxandi Evrópuferðir Kínverja eru oftast í skipulögðum hópum og virðast þeir oftast velja fjögur til fimm lönd í Schengen Evrópu sem áfangastaði í þessari sannkölluðu hraðferð þeirra, sem oftast er aðeins u.þ.b. tíu daga löng.

Icelandair sem augljóslega á í vök að verjast og er eins og allir vita rekið á kostnað íslenskra skatt- og lífeyrisþega, verður að horfast í augu við þá staðreynd, að annaðhvort þurfa að draga úr umsvifum eða auka.

Félagið sem hefur nú aðeins á að skipa örfáum gömlum þotum í lággjalda klassa, reyndar með harðsnúnum áhöfnum hoknum af reynslu, getur einfaldlega ekki staðist samkeppni við öflug evrópsk og bandarísk flugfélög sem bjóða upp á langdrægar breiðþotur sem gera hina fyrrum nauðsynlegu millilendingu í Keflavík óþarfa.

Evrópsk félög á borð við SAS og Finnair, bjóða í sívaxandi mæli upp á ferðir á milli Kína og Íslands með millilendingu í Evrópu sem fjölmargir Kínverjar og ásamt Íslendingum notfæra sér. Það sýnir að fjölmargir kínverskir ferðalangar velja þá rökréttu leið að hefja eða ljúka hringferð sinni um Scengen-Evrópu á Íslandi.

Ef Icelandair byði upp á daglegar ferðir í nýjum breiðþotum (auðvitað með fullri þjónustu) til Peking/Shanghæ, helst í samvinnu við öflugt kínverskt flugfélag, þá álít ég að bráðlega yrði næg eftirspurn eftir þessari nýju leið , því þá gæfist ferðamönnunum einfaldlega færi á að hefja eða ljúka Evrópuferðinni á Íslandi án tímafrekra millilendinga.

Bein flugleið milli Íslands og Kína, byði líka upp á möguleika á tengiflugi milli Kína og austurstrandar Bandaríkjanna, sem er önnur saga.


mbl.is Aðeins sex flugferðir áætlaðar alla helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska aðferðin.

Það er allt við það sama hér á Íslandi, eins og augljóslega kom fram í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi.

Ekki var minnst einu orði á að Danir væru búnir að loka öllum landamærum, höfnum og flugvöllum, auk skólum og öðrum mannfundum nánast frá þeirri stundu er tilkynningin var lesin, sem sýnir ágætlega andvaraleysi fréttamanna okkur sem þiggja laun fyrir að fylgjast m.a. með erlendum fréttum.

Hitt er síðan munurinn á tímasetningum aðgerða Dana og hinsvegar Svandísar og félaga, sem ætla að herða aðgerðir í baráttunni við veiruna eftir helgi!


mbl.is Danir loka landamærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ISIS á flótta.

Líkt og allir sigraðir herir, þá eru eftirlifandi hermenn ISIS á örvæntingarfullum flótta undan örlögum sínum með frillur sínar og afkvæmi nú þegar stríðið er tapað og allra þessara ungu málaliða bíður því einungis að horfast í augu við dóm sýrlensku þjóðarinnar.

Það kemur ekki á óvart að þessir fyrrum málaliðar beiti nú fyrir sig konum og börnum með dyggum stuðningi vestrænna fjölmiðla, sem keppast nú við að vekja samúð með þessum fyrrum böðlum.

Líkt og þögn og samþykki okkar vesturlandabúa sýndi ljóslega þegar Bandamenn hervæddu þessa dulbúnu innrás í Sýrland þá kemur enn minna á óvart hve létt reynist að vekja samúð meðal barna og kvenna á örlögum þessara karla, nú þegar leikurinn er tapaður.


mbl.is Hvetur til stillingar við landamæri Tyrklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband