Viðskiptahugmynd fyrir Icelandair.

Þegar hylla tekur undir endalok COVID-19 faraldursins verða íslenskir ferðaþjónustu aðilar að hefja stórsókn að því að ná aftur fyrri markaðshlutdeild og helst gott betur, því sveltur ferðamálaiðnaður Evrópu og reyndar heimsins alls, munu sannarlega ekki liggja á liði sínum í litríkum áróðri í þeim gjöfula iðnaði á komandi mánuðum.

Lykillinn að blómstrandi framtíð íslensks ferðaiðnaðar er að mínu mati ferðaglöð kínversk millistétt, sem einhverra hluta vegna hefur undanfarið í auknum mæli valið að hafa Ísland með í Evrópuferð sinni og mun ég nú í stuttu máli reyna að útskýra hvernig ég álít að Flugfélag Íslands (Icelandair) gæti haft hag af þeirri þróun.

Sívaxandi Evrópuferðir Kínverja eru oftast í skipulögðum hópum og virðast þeir oftast velja fjögur til fimm lönd í Schengen Evrópu sem áfangastaði í þessari sannkölluðu hraðferð þeirra, sem oftast er aðeins u.þ.b. tíu daga löng.

Icelandair sem augljóslega á í vök að verjast og er eins og allir vita rekið á kostnað íslenskra skatt- og lífeyrisþega, verður að horfast í augu við þá staðreynd, að annaðhvort þurfa að draga úr umsvifum eða auka.

Félagið sem hefur nú aðeins á að skipa örfáum gömlum þotum í lággjalda klassa, reyndar með harðsnúnum áhöfnum hoknum af reynslu, getur einfaldlega ekki staðist samkeppni við öflug evrópsk og bandarísk flugfélög sem bjóða upp á langdrægar breiðþotur sem gera hina fyrrum nauðsynlegu millilendingu í Keflavík óþarfa.

Evrópsk félög á borð við SAS og Finnair, bjóða í sívaxandi mæli upp á ferðir á milli Kína og Íslands með millilendingu í Evrópu sem fjölmargir Kínverjar og ásamt Íslendingum notfæra sér. Það sýnir að fjölmargir kínverskir ferðalangar velja þá rökréttu leið að hefja eða ljúka hringferð sinni um Scengen-Evrópu á Íslandi.

Ef Icelandair byði upp á daglegar ferðir í nýjum breiðþotum (auðvitað með fullri þjónustu) til Peking/Shanghæ, helst í samvinnu við öflugt kínverskt flugfélag, þá álít ég að bráðlega yrði næg eftirspurn eftir þessari nýju leið , því þá gæfist ferðamönnunum einfaldlega færi á að hefja eða ljúka Evrópuferðinni á Íslandi án tímafrekra millilendinga.

Bein flugleið milli Íslands og Kína, byði líka upp á möguleika á tengiflugi milli Kína og austurstrandar Bandaríkjanna, sem er önnur saga.


mbl.is Aðeins sex flugferðir áætlaðar alla helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er mjög skemmtilega að orði komist að áhafnirnar séu hoknar af reynslu. Því hoknar eru þær, og maður veltir stundum fyrir sér hvort það þurfi ekki að fara að breikka gangana svo þær komi göngugrindunum almennilega fyrir.

Annars finnst mér hugmyndin alveg frábær. Legg til að ríkið stofni nýja ferðaskrifstofu til að sjá um þessar ferðir. Hún á að heita Kórónaferðir ohf. Slagorðið: "Er einhver með kórónukvef hér inni?"

Þorsteinn Siglaugsson, 28.3.2020 kl. 20:17

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

"Kínverska millistétt".

Kínverskir kommúnistar eru sekir um fjöldamord, ad myrda fólk til ad nota innyfli theirra. Their hafa falid og logid um thennan faraldur, og beinlínis óskad hinum vestraena heimi ad deyja í faraldrinum. Their hafa selt "galladar" vörur, af ásettu rádi til Evrópu og Bandaríkjana.

Skammastu thín.

Örn Einar Hansen, 28.3.2020 kl. 20:42

3 identicon

Þetta er augljós leið til ef planið er að reyna að bjarga íslenskri ferðaþjónustu og fleyta okkur léttilega upp úr þessari lægð. Kínverjar eru komnir fyrir vind með Covid-19 og með beinu flugi til Íslands (þessvegna til og frá Íslandi) og með því að nota allavega helminginn af fjármagninu sem íslenska ríkið ætlar að setja í kynningu á Íslandi erlendis beint á Kína, þá væri örugglega hægt að fljúga 3 milljónum Kínverja til Íslands strax í ár (sem er sambærilegt við ef 770 Íslendingar myndu fljúga til Kína).  Í raun væri gáfulegast fyrir Ísland að takmarka ferðir frá öðrum löndum en Kína til landsins á meðan Covid faraldurinn gengur yfir og það gæti alveg varað fram á haust. Í millitíðinni getur litla Ísland tekið til sín kínverska ferðamenn sem ella hefðu flogið á USA eða önnur Evrópuríki - svipað og frændur okkar Færeyingar hafa gert það gott í sölu á fiski til Rússa af því við völdum að hætta þeim viðskiptum af prinsip ástæðum. 

Ingi Karlsson (IP-tala skráð) 28.3.2020 kl. 22:36

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sælir félagar.

Það er óhætt að segja að þessi hugmynd mín leggist misjafnlega í ykkur. Ég skil hárfínan húmor Þorsteins, en þori sjálfur varla að láta opinberlega í ljós steinrunna skoðun mína á yndisþokka stimamjúkrar flugfreyju.

Skoðanir Bjarne á Kínverjum verð ég að viðurkenna að eru utan reynslu og þekkingarsviðs míns, þannig að ég get einungis óskað honum friðar og hamingju.

Loks mætir Ingi til leiks og hreinlega fyllir mælinn. Kínverskir ferðamenn eru hvívetna vinsælir og eftirsóttir, en þrjár milljónir minna mig á máltækið sem segir eitthvað á þá leið að hægt sé að raka sig án þess að skera af sér hausinn. Aftur á móti held ég að ef Icelandair byðu upp á raunhæft verðlag, þá myndu margir og jafnvel flestir Íslendingar á leið til Austurlanda notfæra sér þennan nýja möguleika, miðað við að gæði og þjónusta væri í hávegum höfð og stæðist allan samanburð.

Jónatan Karlsson, 29.3.2020 kl. 09:59

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er aðeins eitt sem vantar inn í þessu sérdeilis ágætu áætlun.:

 Það er, að á meðan kínversk millistétt valsar hér um, skítandi og mígandi þar sem hún stendur, verði landsmenn lokaðir inni í veirufríum hylkjum. Vanti þessa rottu og leðurblökuétandi millistétt þjónustu, tæki hún þrælana með sér báðar leiðir og greiddi allan kostnað af að sóptthreinsa skítinn eftir sig.

 "Kommon"

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.3.2020 kl. 22:43

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

já Halldór. það er nú gallinn við að yfirfylla hér allt af ferðamönnum, að þeir allir þann leiða vana að þurfa að skíta og míga og því verða þeir rekstrar aðilar sem lokka þá hingað og auðgast á að selja þeim heimsins dýrustu þjónustu, að girða upp um sig og sjá um úrvinsluna frá upphafi til enda.

Þú trúir því líklega ekki, en það eru aðeins örfáar kynslóðir síðan forfeðrum okkar var helst lýst í erlendum annálum sem sérstaklega skítugum og óþrifalegum.

Jónatan Karlsson, 31.3.2020 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband