21.3.2015 | 21:44
Baggalútur
Óneitanlega kemur eitt gullkorna Baggalúts upp í hugann við lestur yfirlýsingar Ingibjargar, en þar er ég auðvitað að vitna til:
"Femenískar beljur súpa hveljur"
þó tilefni textans hafi ekki beinlínis fjallað um framapot stjórnmálakvenna, heldur aðeins um indæla umhyggjusama eiginkonu.
![]() |
Framboðið var misráðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2015 | 17:22
Nýjasta tæknin er stundum sniðug.
Ég stillti inn á vefmyndavél Mílu(www.mila.is) núna klukkan 17.10 og kastaði lauslega tölu á hópin sem stóð fyrir framan Alþingishúsið.
Þetta virtust vera þá u.þ.b. 50 hræður.
Það verður fróðlegt að heyra í kvöldfréttum RÚV hvort þeir geti fengið einhverjar þúsundir mótmælenda út úr þessu.
Þetta er farið að minna á þegar mannhafið var mettað með lítilræði af fiski og brauði hérna um árið, svo ekki sé nú minnst á þegar vatninu var breytt í brennivín.
![]() |
Fólk ætlar að vera með læti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2015 | 10:36
Ómar Ragnarsson og allar athugasemdirnar.
Skemmtilegar og litríkar bloggfærslur þúsundþjalasmiðsins Ómars Ragnarssonar líða að mér finnst fyrir fjölmargar athugasemdir og útskýringar Steina Briem, þó segja megi auðvitað að þær gagnist þeim báðum við kynningu og útbreiðslu.
Það hefur óneitanlega hvarflað að mér að um einhverskonar persónuleika röskun sé að ræða, líkt og þekkt dæmi eru um, sbr. Dr. Jekyll og Hr. Hyde.
Enn nærtækar væri þá auðvitað að nefna vingjarnlega fræðimanninn Dr Fornleif, sem oft tjáir sig hér á blogginu og síðan myrku hliðina á honum sem birtist í líki hins orðljóta og hefnigjarna öfgamanns Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar.
Nú er ég síður en svo að halda því fram að Steini sé í raun einhver dulin hlið á Ómari, heldur álít ég fremur að um annarskonar truflun sé að ræða og er mér þar einmitt hugsað til tvíeykisins Skugga-Sveins og Skræks, en sá síðarnefndi át einatt upp og endurtók allt fyrirmyndin sagði.
9.3.2015 | 21:31
Spilin á borðið.
Það er einmitt við lestur frétta á borð við þessa, að ég óska þess að listar yfir þá Íslendinga sem eiga fé í skattaskjólum verði opinberaðir.
Ég er alls ekki að halda fram að nafn bæjarstjórans sé á þeim lista, en nógu fróðlegt væri að geta gengið úr skugga um að engir "auralausir" stjórnmálamenn fyrirfinnist á listanum - bara til að vera viss
![]() |
Ég skal bera ábyrgð á þessu öllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2015 | 12:10
Prentum líka kjarabæturnar.
Hvað er því til fyrirstöðu að Seðlabanki Íslands hefji að prenta peninga á fullu að fordæmi annara?
Bandaríkjamenn hafa auðvitað prentað fyrir öllum sínum þörfum síðan 2008 og nú ætla ESB ríkin að hefja mánaðarlega dælingu 60 milljarða nýprentaðra evra inn í þrotin hagkerfi þessa annars fordæmda ríkjasambands.
Hér væri ekki ónýtt að hefja prentun peninga og láta við sama tækifæri lægstu laun og lífeyri hækka upp í það sem svarar til lágmarks framfærslukostnaðar einstaklings og öll laun þar fyrir ofan fryst með staðfestri þjóðarsátt og auðvitað engar undanþágur, eða leiðréttinga kjaftæði.
Mig minnir að það hafi verið Héðin Valdimarsson sem hélt þeirri skoðun fram að laun alþingismanna mættu aldrei verða hærri en þreföld laun verkamanns, því annars skapaðist sú hætta að þingmaðurinn missti raunveruleikaskyn sitt og þar með sambandið við umbjóðendur sína og er nú augljóslega tímabært að minnast orða hans.
Annars virðist hrikta í stoðum heimsvelda og fjörbrot þeirra eru augljós líkt og afleiðingarnar sem sjá má greinilega í Úkraínu og Sýrlandi um þessar mundir auk þess sem augljóslega gætir sívaxandi taugaveiklunar og sívaxandi ótta hjá handbendunum í Sádí Arabíu og Ísrael, líkt og eðlilegt verður að teljast.
Að mínu mati er helsti samnefnarinn að þessum breytingum fyrirbærið: BRIKS sem furðu lítið er þó fjallað um. Þess er þó skemmst að minnast undanfara "Arabíska vorsins" og slátrunar Gaddafís, fljótlega eftir að hann opinberaði áætlanir sínar um að hætta að einskorðast við notkun US$ í olíu viðskiptum sínum.
Róstur og átök Súní og Shía múslima sem eru auðvitað hluti af sömu kökunni, eru farnar að teygja anga sína til friðsælla Norðurlanda og að því virðist hingað, nú síðast með milljón dollara fjárstyrk til annars múslima hópsins hér á Fróni (Súní) á meðan hinn hópurinn (væntanlega Shiar) fussar og sveijar og verður eflaust "lærdómsríkt" að fylgjast með framgangi þeirra.
![]() |
Prentvélar ræstar við fögnuð fjárfesta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2015 | 12:35
Hvað þýðir NEI?
Hvaða andsk. rugl er þetta.
Ég er ekki að styrkja þessa starfsemi björgunarsveita beint og óbeint til að taka þátt í svona vitleysu.
![]() |
Neituðu að koma til byggða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2015 | 18:25
Skýrir ýmislegt
Það er sannarlega ekki ónýtt fyrir þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna að eiga hreinlega afnot af sendiráðunaut í Sendiráði Íslands í Washington og skýrir t.a.m. fumlaus og leiftursnögg viðbrögð Gunnars Braga Sveinssonar gagnvart tíðum og lævísum óknyttum óþokkans Pútíns.
Ekki skemmir það nú heldur að sjálfur sendiherrann er nú ekki beinlínis vammlaus og liggur nú einmitt þessa dagana undir ámæli fyrir að neita að upplýsa íslensku þjóðina um hver fyrirmæli hans varðandi þjófnaðin á öllum gjaldeyrisforða Íslands voru.
Illar tungur (fjölmiðlar) segja að hann liggi sem liðinn undir rúmi sínu og neiti öllu áreyti á borð við viðtöl og nærgöngular spurningar.
Það væri nógu gaman að vita hvort sendiráðunauturinn geti ekki beitt beinu sambandi sínu við valdamesta mann á jörðinni til að upplýsa glæpinn.
![]() |
Obama strangur en spaugsamur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2015 | 17:33
Haslar sér völl?
Utanríkisráðherrann er sannarlega með fingurinn á púlsinum. Það er varla búið að opinbera fordæmingu Hussein Bandaríkjaforseta á verknaðinum þegar handbendið á Íslandi byrjar að moka flórinn, líkt og eftir (hlægilega augljóst) valdaránið í Úkraínu.
Þessi framkoma hans er fyrir neðan allar hellur og hlýtur blátt áfram að vera veglega launuð, því Gunnar Bragi lítur ekki að öðru leyti út fyrir að stríða við "námsörðugleika"
![]() |
Draga verður gerendur til ábyrgðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2015 | 12:00
Erfitt ástand á ritstjórn Mbl?
Þessi frétt um þröngar nærbuxur kanadíska þingmannsins er ein af helstu forsíðufréttum Morgunblaðsins laugardaginn 21. febrúar 2015.
Hvergi á síðum blaðsins má greina hætihót um fyrirsjáanlega lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar eða stórfeldar ákærur Víglundar Þorsteinssonar á hendur fyrri ríkisstjórnar, sem virðast falla undir þann illa þefjandi flokk mála sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa ákveðið að kæfa, eða slá skjaldborg um.
Líku máli gegnir auðvitað um afnám verðtryggingarinnar, umfjöllun um afdrifaríkt símtal Geirs við Davíð, stuðnings meirihluta þingflokkssins við að láta íslensku þjóðina axla ófærar ICESAVE klyfjarnar og auðvitað treggðuna og tafirnar við að nálgast nöfn og reikninga í skattaskjólum - svo eitthvað sé nefnt.
Erlendar fréttir blaðsins eru auðvitað í sama stíl, líkt og sést greinilega á helstu fyrirsögnum dagsins og hreinlega til skammar hvað "fréttamenn" blaðsins eru heilaþvegnir. þeirra einustu fréttaveitur virðast vera bandarískir fjölmiðlar og á því ágætlega við að segja um þá að þeir séu kaþólskari en páfinn í Róm.
Þessi vesæld öll og aumingjaskapur sem mbl forðast svo æpandi augljóslega að fjalla um hrópar á nýtt stjórnmálaafl, þar sem hugtökin skynsemi og réttlæti væru höfð í fyrirrúmi.
Ég skora á fólkið í landinu sem ekki getur látið bjóða sér lengur þessa samtryggingu fjórflokksins, að sameinast um stofnun breiðfylkingar gegn spillingunni og er fjölmiðill fólksins þar í lykilhlutverki og á ég þar auðvitað við rödd þjóðarinnar: "Útvarp Sögu"
![]() |
Nærbuxur þrengdu að þingmanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2015 | 12:47
Háskaleikur!
![]() |
Bíða ekki eftir Rögnunefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |