Landráð?

Þessi einhliða aðgerð Gunnars Braga Sveinssonar, með einörðum stuðningi Birgis Ármannssonar og félaga í Utanríkismálanefnd Alþingis lyktar vægt sagt langar leiðir af óheilyndum.

Þegar Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson skráðu okkur íslendinga á lista hinna viljugu þjóða í aðdraganda innrásarinnar í Írak hér um árið, þá var þó mögulega hægt að ímynda sér ástæður fyrir þeim ljóta gjörning, eins og til dæmis að reyna að halda í "varnarliðið" en nú mæla jafnvel hagsmunir LÍÚ á móti þessum fáráðlega stuðningi "okkar" við ögranir ESB og USA gegn Rússlandi.

Hér hlýtur að vera full ástæða til að stöðva ákvörðun þessa, sem gengur augljóslega þvert á hagsmuni og vilja þjóðarinnar og ákæra ráðherrann og félaga fyrir vanrækslu eða jafnvel landráð.


mbl.is Styðja áfram refsiaðgerðir gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkur Fólksins

"Nú er ekki til setunnar boðið og þörf á flokki fólksins"

Nýlega heyrði ég innhringjanda varpa þessari frómu ósk fram í beinni línu hlustenda í frábæran morgunþátt þeirra Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu, sem þar fyrir utan er sú útvarpsstöð sem nýtur mestrar hlustunar hér á landi og örugglega sú eina sem ekki er undir beinni yfirstjórn (spilltra) hagsmunaafla.

Ég skora á fólkið sem stóð að Flokki heimilana, auk allra þeirra þjóðfélagsgagnrýnenda sem láta gamminn geysa á á þessari sannkölluðu útvarpsstöð fólksins, að stilla saman strengi sína og sameinast undir þessu aðkallandi og frábæra flokksheiti: FLOKKUR FÓLKSINS - Því nú eru aðgerðir þessara stjórnmálaleppa og mútuþega einfaldlega gengnar út í öfgar.


mbl.is Hætti að styðja viðskiptabann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi skyldi endinn skoða.

Nú standa Bretar og aðrar NATO þjóðir frammi fyrir að axla ábyrgð herferðarinnar hörmulegu og níðingsverka þeirra allra í Mið-Austurlöndum.

Auðvitað liggur höfuðábyrgð þessa ástands hjá Bandaríkjamönnum, þó sömuleiðis megi halda lengra og benda á hina raunverulegu leikstjórnendur, en þar á ég auðvitað við auðuga Súní Araba og Gyðinga - en það er önnur og lengri saga.

Hin eina rétta aðkoma okkur Íslendinga að núverandi ástandi er einungis að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum á borð við þann er kenndur er við Dublin af harðfylgi og taka rækilega til í eigin eigin ranni, áður en lengra er haldið og þá fyrst gætum við mögulega byrjað að bæta við erlendum þurftalingum.


mbl.is Biðla til Evrópusambandsríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keypt álit?

Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir:

"Ísland hef­ur ávallt stutt viðskiptaþving­an­irn­ar. „Ísland tók þá ákvörðun strax snemma á síðasta ári að taka þátt í þeim aðgerðum sem bæði sam­starfs­ríki okk­ar á evr­ópska efna­hags­svæðinu og í Norður-Am­er­íku hafa gripið til vegna inn­limun­ar Krímskaga og af­skipta Rússa af mál­efn­um Úkraínu“

Þessi fullyrðing þingmannsins er þvæla.

Ég fullyrði að meiri hluti Íslendinga styðji ekki þessa ákvörðun Gunnars Braga, Birgis og félaga, sem ég álít reyndar að hafi verið keyptir og séu ekkert annað aðkeypt handbendi og hluti af þeim 5 billjóna dollara kostnaði sem Victoria Nuland, vara-utanríkisráðherra Bandaríkjanna viðurkenndi að USA hefði greitt, t.a.m. fyrir málaliða og spilta stjórnmálamenn í aðdraganda "byltingarinnar"


mbl.is Breyta ekki afstöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botninn er suður í Borgarfirði.

Ég má til með að rita nokkur aðvörunar orð til forsvarsmanna þessarar dæmalausu framkvæmdar - áður en mannskaði hlýst af.

Eins og þið munið, þá stöðvuðuð þið allar framkvæmdir Eyjafjarðarmegin vegna mikils vatnsleka og fluttuð allt ykkar hafurtask austur yfir Vaðlaheiði og byrjuðu að bora þeim megin frá, sem auðvitað varð sjálfhætt, þegar þið hittuð fyrir gjöfulan vatnselginn inni í heiðinni og engar dælur höfðu undan því vatnsmagni - ÞVÍ GÖNGIN ERU EKKI LÁRÉTT, HELDUR HALLA NIÐUR TIL EYJAFJARÐAR og því var allt hafurtaskið aftur flutt yfir heiðina og enn og aftur byrjað að bora þeim megin frá.

Því vil ég nú vekja athygli þeirra Bakkabræðra, eða hverjir það eru sem annast þessa framkvæmd, að þegar þeir loks munu fyrirhitta göngin að austan, þá munu allar þær milljónir tonna af vatni sem bíða í þeim barmafullu göngum spýtast út og tortíma öllum búnaði og mannskap, sem á leið þeirrar vatnsgusu verður.


mbl.is Gengur hægt í Vaðlaheiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbjóðslegt framferði.

Ágjarnir, gráðugir og grimmir, en umheimurinn klórar sér bara vandræðalega í kollinum og lætur þetta nánast viðgangast óátalið.

mbl.is Fordæma kaldrifjað morð á barni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er Utanríkisráðherrann slyngur þrjótur, eða aðeins dæmalaus bjálfi?

Er þetta skagfirska mannkerti er gegnir stöðu Utanríkisráðherra ekki með öllu mjalla, að spilla víðsvitandi viðskiptahagsmunum okkar við Rússland og það á þessum vægt sagt, hæpnu forsendum?

Samskipti Íslendinga og Rússa hafa staðið lengi með ágætum, eins og flestir sem komnir eru af barnsaldri eiga að vita og á það auðvitað líka við um Gunnar Braga og aðstoðarmenn hans.

Öll aðkoma Gunnars Braga að eftirmála hlægilegrar sviðsetningar þessarar svokölluðu byltingar í Úkraínu, vekur aðeins upp grun um að hann sjálfur hafi einmitt verið einn af þeim fjölmörgu kostnaðarliðum sem Victoria Nuland - vara utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði um, þegar hún sagði að USA hefði varið 5 billjónum dollara til undirbúnings "byltingarinnar"


mbl.is Kaupendur úti áhyggjufullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TABU

Það ert óneitanlega nokkuð spaugilegt, að fréttir á borð við þessa hljóti enga umfjöllun, eða með öðrum orðum sagt, að enginn dirfist t.a.m. að blogga um þær, eins og hér blasir við, með (líklega) þessari einu undantekningu.

Málið er einfaldlega það, að það á ekki góðri lukku að stýra fyrir þjóðfélags gagnrýnendur og aðra rithöfunda að fjalla opinberlega um þrjú megin viðfangsefni.

Þau eru eins og jafnvel fólk með verstu "námsörðugleika" ættu að geta verið mér sammála um:

1) Feminismi eða kvenfrelsi.

2)"Hinsegin fólk"

3) Og í þriðja lagi öll umfjöllun um óheftan straum "flóttamanna" hingað til lands, auðvitað á kostnað lífeyrisþega okkar(að mínu mati).

Eina ástæða þessarar hugdjörfu og opinskáu færslu minnars, verður líklega að skrifast á "helgar snafsinn "góða"" með fullri von um skilning og fyrirgefningu fyrir að ég tali svo opinskátt


mbl.is Druslur flykktust í bæinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur virðist óhræddur við að láta í ljós skoðun sína.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virðist enn og aftur þora að taka undir með áliti meirihluta almennings og er það vel.

Skoðanir hans bergmála nánast í holu stjórnar samstarfinu, enda hans eigin flokksmenn lítið skárri en augljósir gæslumenn spillingar og hagsmunagæslu í samstarfsflokknum, þeim er kendur er við kolkrabba.

Sigmundur og flokkur hans stæðu örugglega sterkari í skoðanakönnun ef ekki væri vegna gjörsamlega vanhæfra ráðherra Framsóknarmanna, eða þeirra er fara með stjórn Utanríkis, Landbúnaðar og sérstaklega þó Velferðar ráðuneytis, en þetta fólk á greinilega ekki samleið með þjóðinni, eins og verk þeirra bera með sér.


mbl.is Kallar áform Landsbankans ögrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða endemis rugl er þetta?

Eru Íslendingar svo forfallnar herbrúðir, að við getum ekki einu sinni staðið vörð um eigið loftrými á friðartímum?

Og síðan þurfum við skattgreiðendur líklega að borga brúsann.


mbl.is Ein orrustuflugvélanna bilaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband