Botninn er suður í Borgarfirði.

Ég má til með að rita nokkur aðvörunar orð til forsvarsmanna þessarar dæmalausu framkvæmdar - áður en mannskaði hlýst af.

Eins og þið munið, þá stöðvuðuð þið allar framkvæmdir Eyjafjarðarmegin vegna mikils vatnsleka og fluttuð allt ykkar hafurtask austur yfir Vaðlaheiði og byrjuðu að bora þeim megin frá, sem auðvitað varð sjálfhætt, þegar þið hittuð fyrir gjöfulan vatnselginn inni í heiðinni og engar dælur höfðu undan því vatnsmagni - ÞVÍ GÖNGIN ERU EKKI LÁRÉTT, HELDUR HALLA NIÐUR TIL EYJAFJARÐAR og því var allt hafurtaskið aftur flutt yfir heiðina og enn og aftur byrjað að bora þeim megin frá.

Því vil ég nú vekja athygli þeirra Bakkabræðra, eða hverjir það eru sem annast þessa framkvæmd, að þegar þeir loks munu fyrirhitta göngin að austan, þá munu allar þær milljónir tonna af vatni sem bíða í þeim barmafullu göngum spýtast út og tortíma öllum búnaði og mannskap, sem á leið þeirrar vatnsgusu verður.


mbl.is Gengur hægt í Vaðlaheiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband