25.3.2024 | 21:10
Tilefnislaus stríðsyfirlýsing Bjarna.
Þar kom að því að spillt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fyllti mæli heimskunar með þessari síðustu yfirlýsingu utanríkisráðherra okkar, nema því aðeins að þetta sé aðeins enn eitt skref í þá helfarar átt sem forsætisráðherra er bendluð við að styðja, en með þessu útspili er fokin út í veður og vind nokkur einasta ástæða fyrir Rússa og félaga, að þyrma helstu höfnum og flugvöllum á Íslandi ef átök stórveldana breiðast frekar út.
Það ætti hverjum heilvita manni að vera ljóst að þessar ögranir og aðgerðir stjórnvalda á Íslandi eru í beinni andstöðu við allar heilagar yfirlýsingar Lýðveldisins um ævarandi hlutleysi.
Ísland leggur til 300 milljónir í kaup á skotfærum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2024 | 07:11
Mikil er skömm Íslands í dag.
Það dylst engum hvar Íslendingar standa þegar kemur að útrýmingarstríði þungvopnaðra Ísraela gegn heimamönnum í Palestínu, eins og þessi ömurlegi stuðningur okkar í dag sýnir.
Þetta er einmit svona stuðningur sem gyðinga vantar um þessar mundir, því öll sú samúðin sem þeir hafa notið og reyndar kynt rækilega undir frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar er algjörlega horfin eftir ólýsanlegt grimmdaræði þeirra á Gaza síðustu mánuðina.
Mikil er skömm leikmanna íslenska landsliðsins að láta dánarstunur barnanna á Gaza sem vind um eyru þjóta, þegar þeir knúsa Ísraelsku þjóðarsálina í dag, meðvitaðir um að hver einn og einasti liðsmaður andstæðingana er eða hefur verið virkur þáttakandi í blóðugu landráninu.
Ísraelar sóttu hart að þjálfara Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2024 | 07:13
Hvað hrjáir Bjarna?
Sú tillaga tillaga Bjarna Utanríkisráðherra að setja árlegt framlag frá íslenskum skattgreiðenduma í stríðsrekstur gegn Rússum er mögulega hans bilaðasta frá upphafi og hlýtur að vera einhverskonar skálkaskjól frá einhverjum óþægilegum vafningum.
Fyrir það fyrsta hafa Íslendingar aldrei átt neitt sökótt við Rússa og fyrir aðra en alvarlega minnisskerta eða heilaþvegna þá liggur upphaf Úkraínu deilnana, sem hlutu að leiða til stríðsins alveg ljóst fyrir.
Hér á Íslandi, sem verið var að kjósa landið með hreinasta loft jarðar, er þörf fyrir allar tekjur okkar í eigin rekstur og framfærslu, en ekki í einhverja herskáa pólitíska loftlags vímu þvælu - eins og allir og ekki síst svokallaðir ráðamenn ættu að reyna að fara að skilja.
Leggur til langtímastuðning við Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2024 | 06:46
Er Þórdís kona ein?
Það dylst engum hver fer með stjórn Fjármálaráðuneytis Íslands og dugir þá skammt að vera titluð sem Fjármálaráðherra og og koma með hetjulegar yfirlýsingar, um aðhald og heilyndi, ef blákaldur raunveruleikinn gengur þvert á öll þau fyrirheit, líkt og virðist eiga við um kaup Landsbankans á TM, einungis til að gera hann vænlegri til sölu og næstu einkavæðingar.
Þær eru líka óneitanlega gróflega undarlegar áætlanir Lilju samráðherra hennar um ríflega 40% hækkanir listamannalauna á þessum síðustu og verstu tímum stórs hluta þjóðarinnar.
Benda þessir furðulegu feminísku VAFNINGAR til þess að þjóðarbúið sé á hraðri leið til fj...?
Þórdís Kolbrún: Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2024 | 15:30
Duga fimm prósent fyrir Bessastöðum?
Enn bætist frambærilegur frambjóðandi við í hóp þeirra einstaklinga sem náð hafa 35 ára aldri og óska eftir að verða næsti Forseti Íslands.
Með núverandi fyrirkomulagi nær sá frambjóðandi kjöri sem flest atkvæði hlýtur eftir að gild atkvæði hafa verið talin að kosningu lokinni.
Það hlýtur að vera á færi flestra að reikna út þann fræðilega möguleika að ef tala frambjóðenda er hærri en tuttugu, þá gæti sigurvegarinn staðið uppi með einungis rúmlega fimm prósenta þjóðarfylgi sér að baki.
Auðvelt er að ímynda sér að ýmsir hlutfallslega fámennir sérhagsmuna hópar kjósi sinn frambjóðanda burtséð frá hagsmunum annara landsmanna og því hlýtur að blasa við, að kjósa verður í a.m.k. í tveimur umferðum til að tryggja að næsti Forseti Lýðveldisins njóti sannarlega fylgis meirihluta þjóðarinnar.
Liggur þetta ekki í augum uppi?
Halla Tómasdóttir ætlar í forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2024 | 10:48
Breytinga er þörf.
Líklega er kjarnorkan skynsamlegasta lausnin við gífurlega orkunotkun milljóna þjóða en auðvitað með hjálp vatns, sólar og jafnvel vinds þar sem því verður viðkomið.
Hér á landi mala vatnsafls- og jarðvarma-virkjanir hreinlega gull fyrir eigendur sína, sem vonandi verðum við þjóðin til frambúðar, en hluti af ímynd landsins ætti að vera áfram ásýnd friðar og náttúrufegurðar, sem býður auðvitað ekki upp á sjónmengandi vindmyllur, né óþörf kjarnorkuver.
Annað er það í orkusóun okkar, að í stað þess að reisa fullkomnar sorpbrennslur t.d. í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum, þá er farið í dýrar og mengandi framkvæmdir við að flytja þúsundir gáma lestuðum með úrgangi og rusli héðan kyrfilega greint og pakkað á kostnað íslenskra heimila í hitaveitu og rafmagns framleiðslu þakklátra Dana og Svía sem kunna einfaldlega að notfæra sér einfeldni eða veiklyndi ónefndra ráðamanna okkar.
Að lokum verður Ísland að snúa aftur að hlutleysisstefnu þeirri sem Lýðveldið var byggt á og hverfa frá þeirri ógæfureið eða helför sem landið er nú á, undir stjórn núverandi vanhæfra og spilltra yfirvalda og væri það því ágæt byrjun að velja nýjan heilan Forseta á Bessastaði í sumar og moka í kjölfarið út úr Stjórnarráðinu.
Við þurfum að vakna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2024 | 07:22
Gríðarleg vonbrigði Gylfa.
Það voru sannarlega gífurleg vonbrigði þegar Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirvaralaust kviksettur á heimili sínu í Bretlandi um þær mundir sem stjarna hans skein skærast og hann fór fyrir knattspyrnu landsliði Íslands, sem aldrei áður hafði nálgast að vera á meðal þeirra bestu, auðvitað með tilheyrandi tekjum fyrir tóma kassa KSÍ.
Nú að þremur árum liðnum er öldin önnur og Gylfi er ekki nothæfur í það landslið sem etja á gegn Ísrael, sem samanstendur af leikmönnum sem allir eru, eða hafa verið hermenn í umtöluðum her gyðinga í Ísrael, sem hafa vægt til orða tekið gert garðinn frægan fyrir allt annað en drengskap og dáð, blóðugir upp að öxlum.
Það er ánægjulegt að þessi fyrrum frábæri leikmaður losni við að fá þennan komandi leik á ferilskrá sína, sem enn er af einhverjum óútskýrðum ástæðum dulin en hrein að því ég best veit.
Gylfi: Gríðarleg vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2024 | 11:23
Tillaga um breytingu á fyrirkomulagi komandi Forsetakosninga.
Þann 26. apríl rennur framboðsfrestur út og 2. maí mun landskjörstjórn auglýsa hver eru í framboði til forseta.
Kosið verður til embættis forseta Íslands 1. júní 2024.
Opnað hefur verið fyrir rafræna söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð á Ísland.is og eru nú í dag laugardaginn 9. mars, sautján frambjóðendur þegar skráðir til leiks og byrjaðir að safna meðmælendum og verða hver um sig að ná a.m.k. 1500 nöfnum úr öllum landsfjórðungum rafrænt eða skilmerkilega undirrituðum á hefðbundin máta fyrir tilskildan tíma.
Ef að líkum lætur mun fjöldi frambjóðenda verða margfalt meiri en áður hefur þekkst og því blasir við sá möguleiki að tilvonandi Forseti Íslands nái kjöri með aðeins 5 - 10% kjörfylgi að baki og hlýtur það að kallast óásættanlegt.
Tilvonandi kosninga fyrirkomulagi verður hreinlega að breyta, eða hagræða á þann veg að sá frambjóðandi sem sigrar hafi fylgi meirihluta kosningabærra Íslendinga sér að baki.
Svipað kosninga fyrirkomulag þekkist víða og hefur auðvitað í för með sér aukna fyrirhöfn og kostnað, en með nýrri tækni í takti við nýja tíma er auðveldlega hægt að halda fyrri 1 - 2 hluta kosningana rafrænar, en kjósa loks á hefðbundinn máta á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem eftir standa á sjálfan kjördaginn 1. júní, svo allur þorri landsmanna megi vel við una.
Salvör Nordal íhugar framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2024 | 07:14
Maðkur í mysunni.
Auðvitað verður að endurtaka Eurovision kosninguna á einfaldan máta, t.d. með rafrænum skilríkjum, því það fer ekki á milli mála að átt var við úrslit kvöldsins - eins og mikill fjöldi kvartana ber augljóslega með sér.
Það er allt á sama veginn hvað að þessu rándýra handónýta Ríkisútvarpi snýr, en auðvitað mun alvarlegri sú áskorun Ísraelsmanna í aðdraganda úrslitana að kjósa ekki Palestínu manninn áfram!!
Krefjast þess að símakosning verði endurtekin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2024 | 10:18
Ég fordæmi...
Ég fordæmi öll viðbrögð og atferli íslenskra stjórnvalda varðandi fordæmalaust þjóðarmorð yfirvalda í Ísrael á varnarlausu fólkinu á Gaza og reyndar öllu þeirra viðbjóðslega landráni.
Þeir Íslendingar sem standa í fylkingarbrjósti þeirra sem þykjast tala máli íslensks almennings í glæpsamlegu aðgerðaleysi og hreinlega beinum stuðningi við aftökusveitir gyðinga og leiðtoga þeirra í Bandaríkjunum eru auðvitað þau Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson Utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Fjármálaráðherra.
Þetta þríeyki verður örugglega dregið til ábyrgðar fyrir aðkomu sína, þó síðar verði og hvort heldur það verður á dómsdegi þeirra sjálfra, eða jafnvel áður af einhverjum aðstandendum allra dánu barnanna hvers líf má segja að þau hafi óbeinlínis á samviskunni.
Leyfislaus söfnun fyrir Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |