27.12.2022 | 16:51
Stríðið við Rússland.
Líkt og Vidkun Quisling er sagður hafa verið leppur Hitlers og Þriðja ríkisins, þá er Volodmir Zelinskyy engu síður leppur Bidens, NATO og ESB í þessari fjórðu herferð "okkar" gegn Rússum, allt frá tilraunum Karls tólfta, Napóleons og Hitlers.
Þessi síðasta tillaga utanríkisráðherra Selenskis um friðarviðræður, með þessum fáránlegu ,skilyrðum um stríðsglæpadómstól og krafa leikarans sjálfs um brottrekstur Rússlands úr Sameinuðu Þjóðunum er hreinlega út í hött. Ef á annað borð á að byrja á þess háttar refsi-aðgerðum, þá er listinn langur og óþokkarnir sannarlega báðu meginn, sem jafnvel þeir blindustu ættu að sjá.
Á síðustu áratugum hafa Rússar sætt ýmiskonar refsiaðgerðum og útilokunum fyrir hitt og þetta, en Bandaríkjamenn og meðreiðasveinar þeirra ætíð verið góðu karlarnir - líkt og viðtekin og auðmjúk skoðun okkar í því máli, líkt og í öllum öðrum hér á landi, líklega alveg frá því að við, hlutlaus þjóðin vorum hernumin 10.maí 1940.
Það er sorglegt að óvilhallur fréttafluttningur finnst vart hér á landi, nema mögulega á einni lítilli fjársvelltri útvarpsstöð, sem unnið er gegn bæði leynt og ljóst af undirlægjum ráðamanna.
Hvað átökin í Úkraínu varðar, þá er rússnesku hermönnunum örugglega jafn kalt og þeim úkraínsku og þegar að áróðri fjölmiðla kemur, þá er hann auðvitað hjá Rússum þvert á þann sem kyrjaður er hér vestan-megin alla daga.
Það er þó löstur við öll mannréttindin og fjölmiðlafrelsið hjá okkur, að maður verði að leita frétta af nær daglegum mótmælum gegn stefnu Bidens og Selenskis á meginlandi Evrópu, í fjölmiðlum landa víðs fjarri, þar sem virðist að auki mega greina meiri samúð með sjónarmiðum Rússa en Úkraínu og NATO.
Að lokum væri gaman að fá haldgóð rök fyrir muninum á stuðningi okkar við sjálfstæðis yfirlýsingu Kósovó frá Serbíu og hins vegar andstöðunni við sjálfstæðis ákalli austurhéraða Úkraínu.
Og hvers vegna ofan á vesældina alla, sætta svokallaðir blaðamenn og fjölmiðlafólk sig líka þegjandi og aðgerðalaust við fangelsun Julians Assange?
![]() |
Vonast eftir friðarviðræðum í febrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2022 | 14:38
Loksins.
Það er auðvitað ánægjulegt að yfirvöld hafi loks beðið Erlu að fullu fyrirgefningar vegna illræmdu dómsmorðana í Geirfinns- og Guðmundarmálunum. Auðvitað eru bæturnar smánarlegar, þar sem þær duga vart til kaupa á ódýrasta kjallaraherbergi fyrir Erlu til að eyða síðustu árunum í.
Það er einungis sorglegt að einn eða fleirri fjórmenningana sem líka máttu hýrast saklausir í Síðumúlanum sjái ekki líkt og flest allir, að þeir voru valin skotmörk yfirvalda löngu áður en krökkunum voru lagðar línurnar í yfirheyrslunum og einangruninni. Þau höfðu ekki heldur stuðning verjenda eða lögmanna, líkt og þeir Magnús eða Bolli, sem lýstu þó í viðtölum eftir að þeim var sleppt hve hörmulega þeim leið í vistinni.
Auðvitað er mergurinn málsins sá, að það ætti að blasa við öllum að það er augljóslega fráleitt að Erla, Sævar og Viðar hafi getað verið búin að sammælast um þessar ásakanir á hendur Bolla og Klúbbsmönnum, því þau komu sannarlega aldrei nálægt þessum tveimur mannshvörfum eins og allir viðurkenna nú, þrátt fyrir allar hinar fráleitu ásakanir yfirvalda sem hinir raunverulegu Leirfinnssmiðir málsins spunnu og því ætti öll kraumandi reiði og biturð fjórmenningana fremur að beinast gegn þeim sem sannarlega eiga það skilið.
![]() |
Hagsmunir ríkisins að ljúka máli Erlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2022 | 11:31
Spaugilegt dæmi um spillta stjórnsýslu.
Þetta síðasta dæmi um gengdarlausa hagsmunagæslu valdhafa í þágu umbjóðenda sinna er auðvitað smámunir í samanburði við öll þau rán og myrkraverk sem landsmenn eru trakteraðir á alla daga.
Þessar hundrað milljónir eru auðvitað hreinir smáaurar í samanburði við góssið sem þetta hyski, eða landráðapakk, eins og ég myndi kalla það, vinnur leynt og ljóst að sölsa undir sig alla daga, en gjörningurinn undirstrikar og sannar illan ásetninginn.
Það er nefnilega ein önnur einkarekin útvarpsstöð hér á skerinu, sem líkja má við flein í holdi stjórnvalda, því þar er orðið frjálst og öll viðhorf og sjónarmið viðruð þar óheft í beinni útsendingu.
Sú litla stöð sem um ræðir er þrátt fyrir smæðina örugglega ein vinsælasta útvarpsstöð þjóðarinnar, þó svo hún hljóti ekki eina krónu í stuðning af sýndar-fjölmiðlastyrk ráðherrans, eða þessari síðustu viðbót stjórnvalda og er því eingöngu fjármögnuð af frjálsum framlögum hlustenda stöðvarinnar, þó svo þeir sömu hlustendur séu að auki þvingaðir til að greiða tugþúsunda nefskatt til ríkisfjölmiðilsins.
Spaugilegt er þó ætíð að hlustendur Útvarps Sögu skiptast í tvo hópa, þá sem segjast hlusta mikið á hana og svo þá sem segjast alls ekki þola hana - hvernig sem þeir nú komast að því?
![]() |
Styrkjum til fjölmiðla komið í góðan farveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |