Ömurleg hefðbundin tvöfeldni Íslendinga.

Það er töluvert fjallað um næstu Eurovision keppni í Malmö þessa dagana og hvort rétt sé að fulltrúar okkar Íslendinga syngi, dansi og gleðjist með fulltrúum Ísraels í keppninni líkt og allt sé í himna lagi, eða hvort við einfaldlega neitum að taka þátt vegna blóðugrar framgöngu Ísraels gagnvart kúguðum íbúum hernumdar Palestínu.

Annað les maður líka um þessar mundir, en nú án nokkura athugasemda, en það fjallar um bæklað íslenskt karlalandslið í knattspyrnu sem ráðgert er að keppa eigi við fulltrúa þessa sama ríkis og það þykir víst bara fínt og flott, þrátt fyrir að nær öruggt megi teljast að allir leikmenn ísraelska liðsins gegni, eða hafi gegnt herþjónustu og gætu því sannarlega haft ýmislegt miður fallegt á samviskunni á þess að það virðist spilla að nokkru leiti áhuga og leikgleði okkar, hreinlyndra Íslendinga.


mbl.is „Gasa á þessari stundu er óbyggilegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er ágætt að lesa um þessa hlið málanna líka. Þetta bloggsamfélag er ekki hlutlaust, enda gildir reglan að hægrimenn styðja frekar Ísrael, eins og repúblikanar í Bandaríkjunum. Skil ekki þá mannúð, að meðferðin á Palestínumönnum sé réttlætanleg. 

Ingólfur Sigurðsson, 1.2.2024 kl. 10:09

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ingólfur.

Ég myndi einfaldlega segja að stjórnarflokkarnir, líkt og hin flokksbrotin á Alþingi, mögulega fyrir utan hluta Miðflokksins séu aðeins aumkunarverð demókrata skrípi, sem eru að mínu mati tákngervingar alls ruglsins sem tröllríður öllum góðum og gildum hefðum bæði hér og á Vesturlöndum upp til hópa.

Jónatan Karlsson, 1.2.2024 kl. 20:07

3 identicon

Um 700 þúsund arabar flúðu "Palestínu" 1948. Um 850 þúsund gyðingar flúðu arabalöndin undan ofsóknum þeirra. Stór hluti íbúa Sýrlands og Íraks voru gyðingar. - En ómenntaðir og fákunnandi menn vita fæst um það.

"Flóttamannavandi Palestínu" er bara brot af vanda Evrópu á svipuðum tíma. Halda má áfram á sömu nótum um nýrri vanda annarra þjóða, en í hugum óupplýstra er bara einn flóttamannavandi. Hann skal leystur með útrýmingu gyðinga.

EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 1.2.2024 kl. 23:04

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það virðist vera nýtt fyrirbrigði sem á sér nú stað bæði í Bandaríkjunum og Evrópu að gyðingum sé sýnd óvild og fyrirlitning í stórauknum mæli, en skýringin á þeirri breytingu ætti víst ekki að vefjast fyrir lærðum og vísum, frekar en líkast til öll önnur mannleg hegðun.

Jónatan Karlsson, 2.2.2024 kl. 06:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband