Þreytandi mótmæli.

Þessir þreytandi Palestínumenn og stuðningsmenn þeirra, sem um þessar mundir angra góðborgara Reykjavíkur með grófum ágangi og frekju, sýnir smæð Íslendinga í réttu ljósi.

Í þessum harmleik sem fólkið er einungis að gera allt sem í þeirra takmarkaða valdi stendur, til að óska eftir að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð sína og bjargi örfáum einstaklingum úr þessi helvíti sem kalla má þessar útrýmingar gyðingana á óæðri kynþáttum - að þeirra mati.

Ef einhver manndómur væri til staðar hjá kvenlægum stjórnvöldum okkar, þá ættum við þegar í stað að byrja á að slíta stjórnmálasambandinu við Ísrael og bjarga þessum fáu hundruðum Palestínumanna og skammast okkar fyrir ógeðslegan félagsskapin við óþokka.


mbl.is Aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég vil biðja lesendur afsökunar á enn einu fljótfærnislegu bloggi, en kenni um mér til afsökunar óvönduðum vinnubrögðum mínum blöndu af tímaskorti og auðvitað réttlátri reiði og verð í því samhengi að bæta við, að mér þykir það nær því aumkunarverðara að heyra ónefnda bloggara taka í þann streng að Ísraelsmenn séu reyndar að fremja stríðsglæpi, en láta samt stöðugt að því liggja að Palestínumenn eigi nú eiginlega sök á þessu öllu, með árásinni sem hleypti öllu í bál og brand.

Jónatan Karlsson, 7.1.2024 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband