Einn fyrir alla og allir fyrir einn.

Nú blasir við okkur "höfrungahlaupið" sem hófst á vormánuðum 2014 með einhliða launakröfum framhaldsskólakennara - skömmu eftir að ASÍ hafði þó samþykkt hófsamar þriggja prósenta hækkanir til lægstu launa í nafni ábyrgðar og þjóðhagslegs stöðugleika.

Núna eru það sjúkraliðar sem hika ekki við að beita sjúkum og veikburða fyrir kröfum sínum og lögregluþjónar sem ljúga sig samviskulaust veika og segjast sér til málsbóta hafa "samið" af sér verkfallsréttinn, en þó ekki nefnt fyrir hvað.

Nú verða veikgeðja stjórnvöld einfaldlega að stöðva þetta dæmalausa rugl, sem allir tapa á og mest þeir sem síst skyldi og einfaldlega stokka rækilega öll spilin og hagsmunina og gefa alveg upp á nýtt.

Það væri t.d. tilvalið að byrja á að steypa öllum lífeyrissjóðunum saman í einn, sem tryggði öllum landsmönnum sömu réttindin, burtséð frá fyrri störfum og "samningum" og láta síðan kjararáð ákveða réttlát laun allra starfsstétta með hliðsjón af því sem tíðkast í hinum margumtöluðu samanburðar löndum okkar.


mbl.is Enn nokkur bið í vöfflurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband