Við erum því miður "Vondu karlarnir"

Nú beygja Bandaríkjamenn sig og bugta og þykjast fullir iðrunar sakir einnar óheppilegrar sprengjuárásar þar sem vestrænir læknar voru meðal fórnarlamba.

Nú lofar Obama fébótum og endurbyggingu sjúkrahússins opinberlega og guð má vita hve miklu hann heitir fyrir að "Læknar án landamæra" falli frá kröfunni um alþjóðlega hlutlausa rannsókn á þessum stríðsglæp.

Bandaríkjamenn og félagarnir í NATO hafa bersýnilega farið um heimsbyggðina líkt og faraldur eða plága og ætíð borið því við að tilgangurinn væri ýmist göfugar hugsjónir eða mannkærleikur.

Íslendingar hafa því miður tekið virkan þátt í leikmyndagerð harmleiksins, líkt og forvígismenn okkar litla lands hafa ítrekað sýnt og sannað á undanförnum árum.


Það er aðeins sorglegt hvílíkur fjöldi þess ágæta fólks er aðhyllist vestræn gildi láti blekkjast af háþróuðum og útsmognum spuna hinna illu afla sem sannarlega sækja auð sinn og völd hvað helst fyrir hagnaðin af sölu morðtóla og drápstækja sem verða fjölda fólks af öllum toga að fjörtjóni alla ársins daga.


mbl.is Fjölskyldum þeirra látnu boðnar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband