Helv. kvikindin

„Ef ein­hver skuld­ar 30 millj­ón­ir og íbúðin fer á 25 millj­ón­ir þá skuld­ar viðkom­andi ein­stak­ling­ur okk­ur áfram fimm millj­ón­ir. Sú fjár­hæð mynd­ar kröf­ur á hend­ur viðkom­andi ein­stak­lings en safn­ar hvorki vöxt­um né er inn­heimt,“

seg­ir Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir, staðgeng­ill for­stjóra Íbúðalána­sjóðs og bæt­ir við að reynt sé að koma til móts við fólk.

Þetta er einmitt mergurinn málsins. Í dæminu frá Akureyri eignast Íbúðarlánasjóður húsnæði fjölskyldunar fyrir nánast ekki neitt og fjölskyldan missir aleiguna, en situr eftir sem áður uppi með alla skuldina.


mbl.is „Ekki auðvelt að kaupa heimili ofan af fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Nú ertu aðeins og ákafur að finna nú samsæri.

Þó svo að íbúðin hafi verið slegin Íbúðalaánsjóði á eina millu þá þýðir það ekki að skuld lantakaandas lækki bara um eina millu. Hún lækkar um það sem húnn svo selst á skilst mér, sama hvort að eru 15 eða 25 millur. Hinsvegar lækkar allur kostnaður sem kemur á lanið við að upphæðin er þetta lág. Kostnaðru sem lendir á lántakandanum eins og stimpilgjald og þess háttar.

Með öðrum orðum það er mun hagkvæmara fyrir skuldara að íbúðalánasjóður kaupi íbúðina á eina millu á uppboði og selji síðan aftur á 25 millur en ef sjóðurinn hefði keypt hana á 20 og selt aftu á 25.

En þetta á held ég bara við ef Íbúðalánasjóður á í hlut. Sam ef að maður missir lán í vanskil. Þá hleðst upp þvílíkur kostnaður hjá bönkunum á vipstundu að vonlaust næsta vonlaust er að bjarga nokkru. Íbúðalánasjóður telur allt öðru vísi á málunum þó vissulega sé það dýrt samt að lenda í vanskilum.

Landfari, 2.5.2015 kl. 18:19

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Landfari.

Ekki vega "Skilst mér" og "held ég" þungt og verða að teljast fremur hæpin rök, auk þess að stjórnvöld sem leynt og ljóst sitja undir ásökunum þegnanna um glæpi og spillingu, eiga sér varla viðreisnar von.

Jónatan Karlsson, 2.5.2015 kl. 21:57

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kaupverðið skiptir ekki máli, aðeins söluverðið. Er eitthvað erfitt að skilja þetta?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2015 kl. 01:11

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Þorsteinn.

Hef ég þá bara miskilið eitthvað og þessir tugir hundraða íbúða og húsa íbúðalánasjóðs sem standa auðar um land allt aðeins ímyndun ein?

Hvað með þær þúsundir Íslendinga sem ýmist liggja inni hjá ættingjum eða hafa hreinlega hrakist af landi brott vegna húsnæðisleysis?

Það hlýtur bókstaflega að vera einhver meinlegur miskilningur á ferðinni.

Jónatan Karlsson, 3.5.2015 kl. 09:38

5 Smámynd: Landfari

Kynntu þér það  bara málið Jónatan. Ég man ekki hvort það er endanlegt söluverð eða matsverð sem skuldin hjá íbúðalánajóði lækkar um en þú getur nú fundið það út sjálfur. Það skiptir bara engu máli í þessu sambandi því það er verið að hneykslast á uppboðsverðinu. Staðreyndin er sú að í þessu tilfelli er það hagkvæamsst fyrir skuldarann að sú upphæð sé sem lægst.

Hljómar svolítið ankaranlega en staðreynd engu að síður.

Landfari, 3.5.2015 kl. 10:30

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég skil hvað þið eruð að reyna að útskýra, en engu að síður eru fjölskyldur hraktar út á guð og gaddinn með niðurlægingunni og öllum þeim hörmungum sem því fylgir.

Eins rökrétt og einfaldlega sem þið félagar viljið stilla þessum uppboðum og útburðum öllum upp, þá hvarflar það óneitanlega að mér hugtök á borð við tillitsleysi, græðgi og grimmd standi helst í vegi fyrir því að þessum fórnarlömbum sé gert fært að halda áfram.

Stærstan hluta þessarar eignaupptöku má óneitanlega rekja til "Hrunsins" og finnst mér því í ljósi kringumstæðna að þessum ólánsömu fjölskyldum yrði t.a.m. veitt svigrúm til að minnka við sig, lengja í, eða axla hærri afborganir innan raunsærra marka.

Jónatan Karlsson, 3.5.2015 kl. 11:30

7 Smámynd: Landfari

Þeir einu sem virkilega hefði verið sanngjarnt að hjálpa í hruninu er fólk sem keypti sína fyristu íbúð á árunum 2005 - 2007 sem og þeim sem sátu uppi með tvær íbúðir til eigin nota vegna eignaskipta þegar allt hrundi.

110% reglan var ósanngjörn gagnvart flestum sem og þessi skuldalækkun sem framsókn var kosin útá. Fólk er að fá lækkun á lánum sem hafa hækkað mun minna en verð íbúðanna sem keypt voru fyrir þau þannig að viðkomandi er í stórum plus fyrir og enn stærri eftir.

Mikið af þessum húsnæðislánum eru ekki núsnæðislán heldur neiyslulán sem flutt voru á húsnæðið því þannig fengust lægri vextir.

Úti á landi víða hefur hinsvegar atvinnuástand spilað ínn í verðið líka og hefur ekkert með hrunið að gera.

Það er til dæmis talað um að við söluna á Guggunni að að vestan hafi íbúðaverð á Ísafirði lækkað um 20-30%. Ekki hvarflaði að nokkurm manni að krefja ríksissjóð um bætur fyrir þá eignaupptöku sem má þó rekja beint til lagasetningar á alþingi.

Það sem er alveg fáránlegt hér eru vextirnir. En meðan fólk er sólgið í að taka lán á svona háum vöxtum er ekki hægt að ætlast til þess að bankar láni á lægri vöxtum. Þetta er jú bara bisniss hjá þeim sem gengur útá að skila sem mestum hagnaði. AF hverju ættu þeir að selja sína vöru á þúsundkall þegar fólk stendur í röðum sem er tilbúið að borga 1200 krónur fyrir það sama?

Landfari, 3.5.2015 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband