Vafasamar skoðanakannanir?

Fyrirtækið "þjóðarpúls" Gallup sem gerir þessa skoðanakönnun er líklega skylt Capasent Gallup, eða hreinlega sama súpan.

Það er undarlegt að þetta fyrirtæki skuli bara halda áfram að að bjóða fram þjónustu sína eftir hrunið eins og ekkert sé, þrátt fyrir að hafa ítrekað orðið uppvíst að hafa birt niðurstöður úr greinilega fyrirfram pöntuðum skoðanakönnunum sem síðar reyndust fjarri raunveruleikanum.

Þetta fyrirtæki á reyndar margt sameiginlegt með hinum endurskoðunar fyrirtækjunum með öll virðulegu erlendu nöfnin sem t.a.m. ábyrgðust og kvittuðu fyrir heilindum og styrk íslensku bankanna, en hlutu ekki bágt fyrir þegar svikamyllan hrundi - öðru nær.

Ég nefni sem dæmi um trúverðugleika skoðunarkannana þeirra verðmatið á SPRON áður en það var sett á opin markað og auðvitað ímyndað og skáldað "jarðskriðufylgi" helsta mótframbjóðenda og augljóss erindreka íslensks aðals, auðs og kvótagreifa, sem dubbuð hafði verið upp til höfuðs vinsæls og heiðarlegs forseta, líkt og margir muna enn.

Niðurstaðan er því: "Takið varlega mark á skoðanakönnunum"


mbl.is Efndir fylgi orðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband