Erfitt ástand á ritstjórn Mbl?

Þessi frétt um þröngar nærbuxur kanadíska þingmannsins er ein af helstu forsíðufréttum Morgunblaðsins laugardaginn 21. febrúar 2015.

Hvergi á síðum blaðsins má greina hætihót um fyrirsjáanlega lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar eða stórfeldar ákærur Víglundar Þorsteinssonar á hendur fyrri ríkisstjórnar, sem virðast falla undir þann illa þefjandi flokk mála sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa ákveðið að kæfa, eða slá skjaldborg um.

Líku máli gegnir auðvitað um afnám verðtryggingarinnar, umfjöllun um afdrifaríkt símtal Geirs við Davíð, stuðnings meirihluta þingflokkssins við að láta íslensku þjóðina axla ófærar ICESAVE klyfjarnar og auðvitað treggðuna og tafirnar við að nálgast nöfn og reikninga í skattaskjólum - svo eitthvað sé nefnt.

Erlendar fréttir blaðsins eru auðvitað í sama stíl, líkt og sést greinilega á helstu fyrirsögnum dagsins og hreinlega til skammar hvað "fréttamenn" blaðsins eru heilaþvegnir. þeirra einustu fréttaveitur virðast vera bandarískir fjölmiðlar og á því ágætlega við að segja um þá að þeir séu kaþólskari en páfinn í Róm.

Þessi vesæld öll og aumingjaskapur sem mbl forðast svo æpandi augljóslega að fjalla um hrópar á nýtt stjórnmálaafl, þar sem hugtökin skynsemi og réttlæti væru höfð í fyrirrúmi.

Ég skora á fólkið í landinu sem ekki getur látið bjóða sér lengur þessa samtryggingu fjórflokksins, að sameinast um stofnun breiðfylkingar gegn spillingunni og er fjölmiðill fólksins þar í lykilhlutverki og á ég þar auðvitað við rödd þjóðarinnar: "Útvarp Sögu"


mbl.is Nærbuxur þrengdu að þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það mætti hreinlega álíta að ritstjórinn hafi fundið fyrir íþyngjandi hughrifum vegna þessarar færslu minnar, nánast í sömu andrá og ég sat við lyklaborðið og ákveðið að láta fallast á hárbeitt sverð iðrunar og sannleika, þó Geirs hlutur í þeim landráðunum hafi víst verið afgerandi.

Jónatan Karlsson, 21.2.2015 kl. 13:21

2 identicon

Ekki spurning gamli, þetta er vafalaust allt þinni frábæru færslu að þakka ;)Endilega bloggaðu meira svo þeir verði áfram undir þrýstingi!!!!

Árni Steinn (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband