Afdrifarík sneypuför.

Nú snauta Bandaríkjamenn heim með skottið á milli fótana, líkt og þeirra er reyndar von og vísa.

Það hlýtur að vera erfitt að týna til eitthvað sem til bóta horfir á blóðvellinum eftir þessa lengstu herför þeirra og viljugra bandamanna þeirra og þætti mér bæði fróðlegt og forvitilegt ef einhver fjölmargra stuðningsmanna vestræns samstarfs gæti nefnt eitthvað jákvætt við þá "Krossferð"

Sá bautasteinn sem gnæfir yfir valkesti fallina á blómlegum valmúaökrum Afghanistan virðist nú vera farinn að varpa svörtum skugga sínum alla leið til Bandaríkjanna, því þó arðvænleg heróín framleiðslan undir heraga hafi tröllriðið Evrópu og Asíu frá hernáminu, þá er það nú fyrst á síðustu misserum sem þetta hrikalega eiturlyf er byrjað að flæða í eihverju magni inn í kjörlendur Bandaríkjanna, eins og sjá má á þeirri vaxandi ókyrrð og upplausn sem þar ríkir og minnir óneitanlega á ástandið í kringum 1970.

Áramótakveðja mín ti Bandaríkjamanna er því einfaldlega:

"VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU"


mbl.is Hættir hernaðaraðgerðum í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband