Diego Garcia

Þau tímamót hafa nú orðið í þessu grunsamlega flugvélarhvarfi, að Bandaríkjamenn, sem aldrei þessu vant hafa haldið sig til hlés, sjá nú ástæðu til að stíga fram og sverja af sér allar sakir og viðkomu að þessu máli, sem er þó fremur til þess vakið að undirstrika aðild þeirra að hvarfinu, í ljósi trúverðugleika þeirra.

Það hafa frá því að vélainnar var fyrst saknað verið uppi efasemdir um sannleiksgildi skýringa malasískra yfirvalda og það ekki síst vegna loðinna og misvísandi skýringa þeirra sjálfra á fyrirliggjandi upplýsingum.

Tilgátuna um að vélinni hafi verið lent á bandarískum herflugvelli á eyju í einhverstaðar í Indlandshafi heyrði ég fyrst fyrir tveimur vikum síðan, en tók henni varlega, en í gær þegar staðurinn var fyrst nafngreindur sem "Diego Garcia", þá fann ég hann réttilega á "google earth" og sannarlega birtist þarna á örlitlu kóralrifi fullvaxinn flugvöllur með einum fimmtán sjáanlegum risaþotum og þær þar líklega ekki í frómum tilgangi björgunar eða mannúðar.

Það er sífellt meira sem rennir stoðum undir þann grun, að um borð í þessari flugvél hafi verið einhverjir hlutir, eða einstaklingar sem ekki máttu fyrir nokkurn mun ná á leiðarenda, né heldur finnast tangur né tetur af.

Á sama tíma og fjarstýrðum flugvélum er stjórnað frá Arizona og þær notaðar til ad granda meintum "hryðjuverkamönnum" í Afgahnistan, Pakistan eða bara hvar sem er, þá er því miður ekki hægt að trúa því að ekki megi rekja feril MH 370 frá upphafi til enda á tiltækum gerfihnatta upptökum.


mbl.is Reyndi að hringja í miðju flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvar hafa Bandríkjammen stigið fram og svarið af sér sakir? Hvergi hef ég rekíst á það og reyni ég þó að fylgjast vel með fréttum af þessu slysi. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.4.2014 kl. 16:27

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Sigurður.

Líttu á eftirfarandi link:

http://www.mirror.co.uk/news/world-news/mh370-diego-garcia-united-states-3402879

Jónatan Karlsson, 13.4.2014 kl. 16:50

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Takk. Það sme ég var að fiska eftir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.4.2014 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband