Áskorun til Ómars Ragnarssonar

Í ljósi hörmulegs ástands mála í höfuðborginni og og linkulegrar afstöðu minnihlutans, þá verður meirihluti óánægðra borgara að öðlast raunhæfan valkost til að kjósa um í komandi borgarstjórnarkosningum.

Nýr borgarstjórnarflokkur þarfnast fyrst og fremst leiðtoga, sem fólk getur sameinast um og treystir. Þessi maður sem ég hvet til að vera í forystu fyrir þessum nýja flokki er auðvitað enginn annar en hinn eini sanni Ómar Ragnarsson.

Ég er síður svo sammála Ómari á öllum sviðum, en ég veit að hann er 100% heiðarlegur og 100% Reykvíkingur og 100% Íslendingur.
Ég álít ef Ómar kallar til liðstyrk og hendir sér í kosningaslagin, þá muni hann standa uppi með hreinan meirihluta að kosningum loknum.


mbl.is Félagið Dögun í Reykjavík stofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónatan, ég bý að vísu í nágrannasveitarfélagi Reykjavíkur en fylgist með borgarmálum, manni finnst einhvern veginn eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé í einhverri illskiljanlegri sjálfheldu því væri ábyggileg gott fyrir Reykvíkinga og landsmenn alla ef upp kæmi stjórnmála afl sem gæti stöðvað alla þessa Gnarrísku vitleysu. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 14:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dögun er nú þegar búin að velja sér oddvita í Reykjavík.

Það var gert áður en félagið var stofnað og hann heitir Þorleifur og er úr VG.

Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér að ganga í þetta félag standa semsagt tveir valkostir til boða: að styðja vinstri-grænan frambjóðanda eða leita á önnur mið.

Tek það fram að Þorleifur er fínn náungi og ekkert að því að styðja hann. Það er bara mikilvægt að fólk viti að hverju það gengur (eða ekki).

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2014 kl. 15:29

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sælir félagar.

Ég er því miður á þeirri skoðun að hvorki heillum horfin Sjálfstæðisflokkur né örframboð á borð við Dögun geti ógnað núverandi valdhöfum að neinu marki.

Það eina sem gæti snúið þessari helför margra hjartans mála meirihluta Reykvíkinga til betri vegar, er einmitt að vinsæll heillyndur orkubolti á borð við Ómar í broddi frækinar fylkingar bjóði fram sannkallaðan Reykjavíkurlista.

Jónatan Karlsson, 9.4.2014 kl. 21:12

4 identicon

Er Íslandshreyfing Ómars ekki dótturfélag Samfylkingar? Þeir sem kjósa Ómar enda í Samfylkingu áður en þeir vita af. Það er óskemmtileg reynsla.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 11:38

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Elín

Það er sannarlega andstyggileg tilhugsun að enda í þeim volaða félagsskap.

Ég álít þó að einmitt flokksbrotinu "Dögun" megi einmitt um kenna að "Flokkur heimilana" náðu ekki inn öflugu talsfólki á þing.

Jónatan Karlsson, 12.4.2014 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband