Er RÚV "Ude at skide?" eins og Danskurinn myndi orða það...

Í kvöld kom ég mér þægilega fyrir framan sjónvarpið og hugðist sjá hina bráðskemmtilegu "norsku" þætti,"Lillyhammer" en í þess stað var boðið upp á kynlífsfræðslu og frumlega íslenska stuttmynd. Í gær var það sama sagan, nema þá var það framhaldsþátturinn "Hefndin - Revenge" sem gufaði upp fyrir serbneskri kvikmynd að mér sýndist og var það raunar ekki í fyrsta skipti sem þessir vikulegu spennuþættir hurfu skyndilega og án útskýringa af dagskránni, því það sama var uppi á terningnum fyrir jól í nokkrar vikur, en byrjuðu síðan aftur án skýringa. Í þriðja lagi eru það vinsælir þættir um galdrakarlinn Merlin sem virðast sömuleiðis hafa klúðrast, því að s.l. laugardag bólaði ekki á þeim, þrátt fyrir að vikuna áður hafi þeir kvatt að venju með orðunum: "To be continued"
Er það bókstaflega ekki neitt sem virkar á þessum fáráðlega fjölmiðli?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband