Breytinga er þörf.

Það er borðliggjandi staðreynd að forystusveit Sjálfstæðisflokksins sveik helstu samþykktir síðasta landsfundar og brást þar með trúnaðartrausti kosina fulltrúa og fyrirgerði þar með í raun og sanni rétti sínum til áframhaldandi trúnaðarstarfa fyrir hönd flokksmanna. Það er deginum ljósara, að núverandi formaður er sannkallaður dragbítur á væntanlegt fylgi flokksins og gegnheilir "flokksjálkar" krefjast auðsjáanlega breytinga fyrir atkvæði sín. Það eru menn eins og séra Halldór Gunnarsson og Geir Jón Þórisson, sem gætu endurheimt þann trúnað og þá virðingu sem skortir svo sárlega og það að sjálfsögðu undir styrkri forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
mbl.is Þingmenn berjast um forystusætin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það þarf ekki annað en að horfa á hvernig stjórnarskrármálið er að gera sig, hvernig skattekjur Ríkissjóðs eru að gera sig, hvernig ESB umræðan er að gera sig, osfrv. að það er kristaltært að breytinga er þörf.

Þessi orð sem þú skrifar um sjálfsgildi fyrir neðan myndina hjá þér, segja allt sem þarf um hvað er í gangi á síðustu mánuðum þessarar kvislingastjórnar.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.1.2013 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband