Fyrirsjáanlegir fangaverðir

28. júlí s.l. birti ég eftirfarandi blogg hér á mbl.is sem ég af gefnu tilefni rifja nú upp. Þar fyrir utan álít ég enn, að ef einhverstaðar á jarðkringlunni sé raunveruleg þörf fyrir friðargæslulið S.Þ. þá er það einmitt þarna.

"Kærkomið tækifæri
Yfirmaður herafla Ísraels, lét nýlega hafa eftir sér að tímabært væri að gera árás á Gaza, sambærilega þeirri sem þeir hefðu gert fyrir rúmum þremur árum, því að slík harka drægi allan þrótt úr andstöðu Palestínumanna í kjölfarið. Það er auðvitað líka tilvalið að prófa ný vopn og dusta rykið af öðrum, sbr fosfór sprengjur og allra best er það þó þegar andstæðingarnir eru óvopnaðir íbúar og börn. Oft getur lítil þúfa velt stóru hlassi og gæti t.a.m. þessi raketta sem hér ratar inn í heimsfréttirnar á mbl hæglega verið kærkomin ástæða fyrir "nauðsynlegum" refsiaðgerðum.
RÚV sýndi nýlega ágæta þætti, Loforðið - "The promise" sem varpa nokkuð hlutlausu ljósi á ástandið í Palestínu og því til staðfestingar hafa jafnvel hinir öfgafyllstu stuðningsmenn Ísraels, af augljósum ástæðum haldið sér til hlés í gagnrýni á þá mynd er þar er dregin upp"


mbl.is Sakar Ísraela um árás gegn mannkyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband