Útlendingastofnun lögð í einelti.

Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar var í viðtali í hádegisfréttum RÚV í hádeginu og kvartaði sáran yfir miklu álagi, auk skilningsleysis og meinfyndni landsmanna í garð úttaugaðs starfsfólks stofnunarinnar. Einhverra hluta vegna virðist þessi frétt hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá (þessum eina) fréttamanni mbl.is
Hvaða rugl er þetta annars í forstýrunni. Ef stofnunin og útlendingaeftirlitið færu að lögum, þá væri ekkert vandamál, heldur aðeins hefðbundin skriffinska. Það er fremur einkennileg tilfinning að þurfa að leiðbeina þessu, að því virðist vanhæfa starfsfólki stofnunarinnar um starfshætti og skyldur þeirra og þar af leiðandi ekki furða að þetta veslings starfsfólk sé aðframkomið, því það er skiljanlega lýjandi að hafa með höndum starf sem maður veldur alls ekki.
Hugsanlegt væri að semja handhægan einfaldan bækling fyrir fyrir starfsfólk Útlendingastofnunar og annara þeirra sem starfa við löggæslu og vegabréfa eftirlit, því reglur og samningar um mál hælisleytenda og dvalarleyfis umsókna eru skýrar:

A) Sótt er um viðkomandi leyfi, ÁÐUR en komið er til Íslands. Eyðublöð og allar upplýsingar um tilskilin fylgiskjöl liggja fyrir.
B) Ef einstaklingur reynir að komast inn í landið án tilskilina leyfa, þá skal hann umsvifalaust sendur til þess lands sem hann kom frá.
C) Ef haukfrán Schengen landamæragæsla uppgötvar ferðamann án/ eða með fölsuð skilríki hér á milli Evrópu og Bandaríkjanna, skal viðkomandi handtekinn og sendur með næsta flugi til þess lands sem hann kom frá.

Ef þessum einföldu reglum væri hlýtt, þá væri álag á starfsfólkið viðráðanlegt, en mest um vert væri að þessir starfshópar gætu tekið gleði sína á ný, fullvissir um að allri stríðni og hæðni í garð þeirra yrði hætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ekki eru þetta flóknar reglur það er nú samt svo að "bjúrókratið" vill teygja á og gera einstaklega flókið það getur þegar tækifæri gefst. Það skapar þeim laun við að "fara yfir" mál sem inná þeirra borð koma.

kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 21.7.2012 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband