Blóm í haga

Það er sem betur fer allar líkur á að á árinu 2013 verði komin önnur stjórnvöld sem ekki hafi beinan eða óbeinan hag af að keyra hér allt í kalda kol, með því eina markmiði að koma þjóðinni í það volæði að formleg innganga í Evrópusambandið hljómi sem einasta björgunar úrræðið. Talandi um hagsmuni. Gæti það átt sér stað að helstu ástæður þess að endurskoðendur Evrópubandalagsins hafi ekki getað skrifað upp á bókhaldsreikninga sambandsins svo árum skipti, séu þær að ógerlegt er að gera grein fyrir öllum kvittanalausu greiðslunum, sem tíðkast að greiða áhrifafólki, til að liðka fyrir samningum, líkt og vitað er að tíðkast oft í stórviðskiptum?
Vonandi sér fyrir endann á þessu ljóta landsölu tímabili og þá þurfa afskekt byggðalög ekki að örvænta, því að það er þrátt fyrir allt fjöldi þjóðhollra Íslendinga sem bera hag þeirra sem og annara landsmanna fyrir brjósti og vonandi ber þjóðin þá gæfu til að kjósa sanna föðurlandsvini til valda, þegar að því kemur.
mbl.is Norlandair: Allar framkvæmdir í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband