Ólík niðurstaða

Samkvæmt skoðunarkönnun á Útvarpi Sögu fm 99,4 í dag kl 21.00 eftir að 353 höfðu valið sinn frambjóðanda var staðan eftirfarandi:

Ólafur Ragnar = 77,43%
Þóra = 8,64%
Andrea = 5,43%
Herdís = 5,10%
Ástþór = 2,29%
Ari Trausti = 1,43%
Jón Láruss. = 0,29%
Hannes = 0,00%

Þess má geta að skoðanakannanir Útvarps Sögu voru mun nær endanlegum úrslitum þjóðaratkvæða greiðslanna um Icesave heldur en t.a.m. skoðanakannanir Capacent Gallup og Fréttablaðsins, svo að mínu mati eru þetta öllu raunsærri úrslit komandi kosninga.


mbl.is Þóra með 9% forskot á Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já, þetta er soldið sérstakur hópur þarna í kringum útvarp Sögu, svo ekki sé dýpra tekið í árinni.

hilmar jónsson, 4.5.2012 kl. 22:33

2 Smámynd: Sólbjörg

Já, hópurinn í kringum útvarp Sögu er þjóðarsálin. Þó það nenni kannski ekki allir að hlusta lengi.

Sólbjörg, 4.5.2012 kl. 22:40

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég tek undir með þér Hilmar og guði sé lof fyrir það.

Jónatan Karlsson, 4.5.2012 kl. 22:43

4 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Kannanir þar sem fólk er valið af handahófi eru áreiðanlegastar.

Netkannanir þar sem fólk þarf að hafa frumkvæði af því að taka þátt enda oft með furðulegar niðurstöður sem endurspegla ekki samfélagið.

Hallgeir Ellýjarson, 5.5.2012 kl. 00:27

5 identicon

Er í alvöru hægt að reyna sannfæra sjálfan sig um það að netkönnun á útvarpi sögu sé líklega áreiðanlegri en könnum framkvæmd með slembiúrtaki úr þjóðskrá?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 02:00

6 identicon

ég segi sem betur fer vinnur Ólafur! jibbí til hamingju Ólafur

snorri (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 05:03

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég gæti trúað að úrslit yrðu nær þessu:

Ólafur 50%

Þóra 30% (kjörfylgi stjórnarfl)

Ari Trau. 7%

Andrea 6%

Herdís 4%

Ástþór 2%

Jón Lár. 1%

Hannes 0%

Jónatan Karlsson, 5.5.2012 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband