Er “Flokkur fólksins” lifandi eða liðinn?

Hér á Íslandi búa tvær þjóðir sem flestir eru sammála um, nema ef til vill örfáir ofdekraðir pjakkar á borð við fjármálaráðherran og nokkra af hans líkum, sem álíta líklega í fúlustu alvöru að allir Íslendingar búi við jöfnuð og réttlæti.

Staðreyndin er reyndar sú að gömlu ráðaöflin tvö sem sitja við kjötkatlana á Alþingi, ásamt tvíeykinu sem síðast hefur helst verið kennt við Vg og Samfylkingu og þar áður Alþýðuflokk og Alþýðubandalag, auk dægurflugna á borð Þjóðvaka og Bjarta framtíð er ekkert annað en gjörspillt valdaklíka sem aðeins hugsar um að hlúa að hagsmunum vina og vandamanna sinna – eins og við blasir í öllum þeirra verkum.

Reglulega gefst þjóðinni kostur á að kjósa sér fulltrúa á Alþingi, en aftur og ítrekað kýs þjökuð og eignalaus alþýðan hagsmunasamtök eða flokka auðugra valdhafa og lætur blekkjast af innantómum loforðum eða hótunum og velur þvert á heilbrigða skynsemi einmitt þá sem viðhalda óréttlætinu.

Auðvitað spila hagsmunir erlendra ríkja, auk veiklundaðra embættismanna sem ganga kaupum og sölum einhvern þátt í ójöfnuðinum, líkt og mannkynssagan sýnir, en þegar á heildina er litið, þá vantar hér einfaldlega nýjan stjórnmálaflokk sem berst fyrir jöfnuði og hagsmunum þeirra u.þ.b. áttatíu prósenta þjóðarinnar sem hér eru hlunnfarinn.

Nú varpar “kerfiskallinn” Ögmundur Jónasson í aðdraganda kosninga á Sprengisandi Bylgjunnar þeirri hugmynd að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld þau lægstu, en er þessi tillaga hans trúverðug?

Geta nú þessir hugsjóna smáflokkar allir, sem sjaldnast ná fimm prósenta markinu og allir öflugu hugsjóna karlarnir á borð við Helga í Góu og Halldór í Holti ekki sameinað ofurkrafta sína og boðið fram sannkallaðan flokk fólksins og einfaldlega tekið rækilega til og hreinsað út alla spillinguna og hagsmunabröltið á Alþingi?


mbl.is Sigmundur vill leiða flokkinn áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband