Er “Flokkur fólksins” lifandi eða liðinn?

Hér á Íslandi búa tvær þjóðir sem flestir eru sammála um, nema ef til vill örfáir ofdekraðir pjakkar á borð við fjármálaráðherran og nokkra af hans líkum, sem álíta líklega í fúlustu alvöru að allir Íslendingar búi við jöfnuð og réttlæti.

Staðreyndin er reyndar sú að gömlu ráðaöflin tvö sem sitja við kjötkatlana á Alþingi, ásamt tvíeykinu sem síðast hefur helst verið kennt við Vg og Samfylkingu og þar áður Alþýðuflokk og Alþýðubandalag, auk dægurflugna á borð Þjóðvaka og Bjarta framtíð er ekkert annað en gjörspillt valdaklíka sem aðeins hugsar um að hlúa að hagsmunum vina og vandamanna sinna – eins og við blasir í öllum þeirra verkum.

Reglulega gefst þjóðinni kostur á að kjósa sér fulltrúa á Alþingi, en aftur og ítrekað kýs þjökuð og eignalaus alþýðan hagsmunasamtök eða flokka auðugra valdhafa og lætur blekkjast af innantómum loforðum eða hótunum og velur þvert á heilbrigða skynsemi einmitt þá sem viðhalda óréttlætinu.

Auðvitað spila hagsmunir erlendra ríkja, auk veiklundaðra embættismanna sem ganga kaupum og sölum einhvern þátt í ójöfnuðinum, líkt og mannkynssagan sýnir, en þegar á heildina er litið, þá vantar hér einfaldlega nýjan stjórnmálaflokk sem berst fyrir jöfnuði og hagsmunum þeirra u.þ.b. áttatíu prósenta þjóðarinnar sem hér eru hlunnfarinn.

Nú varpar “kerfiskallinn” Ögmundur Jónasson í aðdraganda kosninga á Sprengisandi Bylgjunnar þeirri hugmynd að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld þau lægstu, en er þessi tillaga hans trúverðug?

Geta nú þessir hugsjóna smáflokkar allir, sem sjaldnast ná fimm prósenta markinu og allir öflugu hugsjóna karlarnir á borð við Helga í Góu og Halldór í Holti ekki sameinað ofurkrafta sína og boðið fram sannkallaðan flokk fólksins og einfaldlega tekið rækilega til og hreinsað út alla spillinguna og hagsmunabröltið á Alþingi?


mbl.is Sigmundur vill leiða flokkinn áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Góð grein hjá þér Jónatan. En vandinn er miklu stærri. Málið er að á Íslandi er akkúrat ekkert lýðræði. það skýri ég á þann hátt að það eru miklu meiri völd í stjórnsýslunni og embættimannakerfinu en menn gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Þar eru topparnir ráðnir af gjörspilltum stjórnmálamönnum. Svo eru mestu völdin sennilega hjá toppum stórfyrirtækjanna og þar fáum við ekkert að kjósa. Þannig að þetta er orðin svikamylla sem við ráðum sennilega aldrei neitt við. Valdaklíkan ákveður með áratuga fyrirvara hverjir fara í toppstöður í stjórnsýslunni og embættismannakerfinu. Svo koma einhverjir í stjórnmálin og reyna að sporna við fæti en eru stoppaðir einhversstaðar í stjórnsýslunni. Sem dæmi þá veit ég að ný stjórnarskrá fer aldrei í gegn, ekki einusinni þó að Píratar nái hreinum meirihluta á þingi og ekkert virðist geta komið í veg fyrir að þeir nái nýrri stjórnarskrá í gegn. Þá verður það bara stoppað með formgöllum í kerfinu eða með einhverju öðru plotti.

Þess vegna mæli ég með því að enginn mæti í næstu kosningar og þá kannski átta menn sig á því að eithvað verður að gera, þegar enginn fær löglegt umboð til að stjórna landinu. En því miður held ég að menn átti sig seint eða aldrei á því að það er það sem þarf að gera.

Steindór Sigurðsson, 21.8.2016 kl. 13:40

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Steindór

Ég veit ekki til að ákveðin fjölda atkvæða þurfi til að úrslit kosninga teljist bindandi, þannig að til lítils væri ef við sætum heima, ef Bjarni og fjölskylda fjölmenntu glaðbeitt á kjörstað.

Ég er sammála þér hvað það snertir að kalla megi núverandi stöðu gegndarlausrar spillingarinnar hér á Íslandi svikamyllu, en hef sjálfur satt best að segja meiri trú á endurhönnun gálga og gapastokks við Stjórnarráðið en að binda hinar minnstu vonir við sveimhuga sjóræningja.

Jónatan Karlsson, 21.8.2016 kl. 14:25

3 identicon

Já já, auðvitað er það rétt hjá þér að þeir myndu taka völdin 100% ef við sætum heima á kjördag. En ég er svosem löngu búinn að sjá að gapastokkurinn eða haglabyssan er það eina sem þetta fólk skilur. Og ekki væri miklu að tapa, því allavega 99% af þessu fólki eru bara "usless food eaters". Þannig að eftirsjáin yrði engin. En eihverra hluta vegna er ég þannig innrættur að ég get ekki hugsað mér að hafa mannslíf á minni samvsku. Þannig að þá er bara ein leið eftir og það er að kjósa með fótunum. En svo má kannski hugsa sér að þetta sé ekki fólk, því fólk hagar sér ekki svona.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.8.2016 kl. 20:12

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Jónatan og þakka þér vel og vandlega fyrir að vera "samsærissinni" en aðferðin til að losa um þessa klíku er eins einföld í framkvæmd og að fara út með ruslið. Og Strákarnir hafa borið mikið af rusli út í tunnur og geta alveg endurtekið það nokkrum sinnum í viðbót.

Eyjólfur Jónsson, 23.8.2016 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband