D,B og C – skásti kosturinn

Eina rökrétta samsetning nýrrar ríkisstjórnar er áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með aðkomu Viðreisnar.

Viðreisn er reyndar sama súpan, þó með sína ótímabæru ESB drauma, því það er auðskiljanlegt að vel ættaðir og efnaðir Íslendingar vilji tryggja sjálfum sér og sínum nánustu skattlaust öryggi við kraumandi katla í Brüssel og Strassburg í stað jeppa og sjávarlóðar í einherju rok-rassgati hér á náskerinu.

Augljóst er að Íslendingar hafna með öllu vinstri stjórn í líkingu við þá er herjar á höfuðborgina, en þar fer Samfylkinginn með völdin, ásamt Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum.

Það jákvæða úr þessum ótímabæru kosningum verður að teljast að Flokkur fólksins kemst á fjárlög og ætti því að geta byrjað á að undirbúa næsta framboð og auðvitað ætti flokksbrotið Dögunn loks að kyngja stoltinu og horfast í augu við þá staðreynd að nú í annað sinn í röð þá hefðu frambærilegir talsmenn þeirra með sínar frábæru hugmyndir betur hlustað á góð ráð og gengið til liðs við Flokk fólksins sem höfðar sannarlega betur til fjöldans og hefði nú líklega dugað fyrir þrem til fjórum þingsætum.


mbl.is Lágmark þriggja flokka ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband