D,B og C – skásti kosturinn

Eina rökrétta samsetning nýrrar ríkisstjórnar er áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með aðkomu Viðreisnar.

Viðreisn er reyndar sama súpan, þó með sína ótímabæru ESB drauma, því það er auðskiljanlegt að vel ættaðir og efnaðir Íslendingar vilji tryggja sjálfum sér og sínum nánustu skattlaust öryggi við kraumandi katla í Brüssel og Strassburg í stað jeppa og sjávarlóðar í einherju rok-rassgati hér á náskerinu.

Augljóst er að Íslendingar hafna með öllu vinstri stjórn í líkingu við þá er herjar á höfuðborgina, en þar fer Samfylkinginn með völdin, ásamt Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum.

Það jákvæða úr þessum ótímabæru kosningum verður að teljast að Flokkur fólksins kemst á fjárlög og ætti því að geta byrjað á að undirbúa næsta framboð og auðvitað ætti flokksbrotið Dögunn loks að kyngja stoltinu og horfast í augu við þá staðreynd að nú í annað sinn í röð þá hefðu frambærilegir talsmenn þeirra með sínar frábæru hugmyndir betur hlustað á góð ráð og gengið til liðs við Flokk fólksins sem höfðar sannarlega betur til fjöldans og hefði nú líklega dugað fyrir þrem til fjórum þingsætum.


mbl.is Lágmark þriggja flokka ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sýnist að stjörnarmyndunardraumar Viðreisnar verði eins og að troða kubbi í kringlótt gat. Þeir vilja ekki í Píratabandalag, þeir vilja ekki Framsókn enda sjönarmiðin í esb malum ósamrýmanleg. Sama gildir um Vg, sem er samkvæmt stefnu andsnúið ESB. Ekki verður útlitið betra að reyna samstarf með flokknum sem þeir eru klofningur frá, sjálfstæðisflokknum.

Viðreisn var stofnað fyrst og fremst sem esb flokkur en þeim tókst á einhvern undraverðan hátt að leiða kjósendur framhjá þeirri staðreynd og breiða yfir hana.

Formaðurinn rétt hangir inni sem viðbótarþingmaður og talar nú eins og það sé sjálfgefið að hann fái stjórnarmyndunarumboðið. Ef það segir fölki ekkert um í hvaða lalalandi Benedikt býr, þá veit ég ekki hvað ætti að gera það.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2016 kl. 13:33

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Benni er raunar búinn að útiloka samstarf við alla nema Bjarta Framtíð og Samfylkinguna og gera sig heimaskítsmát fyrirfram. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2016 kl. 13:42

3 identicon

Mér finnst það ekkert rökrétt. Framsókn geldur afhroð, tapar 11 af 19 þingmönnum og því ekkert eðlilegt við að þeir haldi áfram í ríkisstjórn frekar en Samfylkingin á síðasta kjörtímabili, þegar hún tapaði líka 11 þingmönnum og fór niður í 9 þingmenn.

Skúli (IP-tala skráð) 30.10.2016 kl. 14:31

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það væri eflaust skynsamlegt að spyrja þjóðina í eitt skipti fyrir öll, hvort hún hafi áhuga á að sækja um ESB aðild og með því væntanlega að kveða þann leiða draug endanlega niður.

Sjálfstæðisflokkurinn verður víst að hafa einhverja já-bræður með sér, þannig að villikettirnir í Vg og illþýðið í Pírötum kemur varla til greina.

Lopapeysu prjónandi ljúfmennin í Bjartri framtíð eru auðvitað meðfærileg, eins og sjá má í borgarstjórn Reykjavíkur, en sömuleiðis varla nægilega húsbóndaholl fyrir Bjarna og fjölskyldu.

Jónatan Karlsson, 30.10.2016 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband