Glaepsamlegt adgerdaleysi rikisstjornarinnar

Allt annad en tafarlaus slit stjornmala sambands vid Israelsku illmennin er gagnslaust yfirklor. Ad vera vitni ad svona skipulogdum utrymingum og adhafast ekki neitt samsvarar glaepsamlegu adgerdaleysi a slysstad. Vid hvad erud thid svona hraedd, dusilmennin ykkar?
mbl.is 5 börn féllu á Gasasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög barnalegt að líta á málin frá slíku sjónarhorni.

Ef stjórnvöld ættu að slíta stjórnarsamstarfinu við ALLAR þær þjóðir sem gera eitthvað sem ÞÚ TELUR að sé rangt þá ættum við í nær engar þjóðir þar sem tengsl eru á milli ríkistjórna.

Viltu ekki líka slíta stjórnarsamstarfi við Bandaríkin vegna þess að þau fóru í stríðið í Írak? Hvað með Norðurlöndin (sum) fyrir að senda her þangað líka?

Hvað með Rússa sem eru að lána okkur pening? Eigum við ekki líka að slíta samstarfi við þá fyrir öll mannréttindabrotin þar í landi og fangelsun á stjórnarantæðingum?

Hvað með Kína? Þeir traðka á mannréttindum í Tíbet og enginn horfir tvisvar á það?

Ég gæti talið upp 20 lönd til viðbótar án þess að þurfa að googla það, en ef Ísraelar telja sínu öryggi ógnað vegna hryðjuverkastjórnar Hamas á Gaza svæðinu þá eru þeir í fullum rétti á að ráðast á þá til að verja sína hagsmuni. Settu sjálfan þig í þeirra spor, engum langar að lifa í ótta við að þurfa stanslaust að passa sig á sjálfsmorðsprengju- ofsatrúar mönnum og linnulausum eldflaugaárásum. Það þarf að uppræta og stoppa þessa hryðjuverkamenn í eitt skipti fyrir öll og Ísraelar eru að gera það sem þeir telja að gera þurfi til að stoppa þá vegna þess að ENGINN ANNAR GERIR NEITT.

Palestína er ekki land sem er viðurkennt af umheiminum heldur heimastjórnarsvæði og því er ekki verið að ráðast á annað land.

Stefán (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband