13.5.2024 | 10:20
Er skoðanakönnun Prósents hlutlaus?
Síðasta skoðanakönnun Prósents birtir einungis fimm efstu þóknanlegu þátttakendurna í nýjustu könnun sinni, þrátt fyrir að viðurkenna að miklar sveiflur séu fylgi frambjóðenda.
Það virðist augljóst að Arnari Þór sé haldið utan umfjöllunar, þó sjá megi ef grannt er skoðað, að hann hefur rúmlega tvöfaldað fylgið frá síðustu könnun og hefur reyndar samtals með sínum tæpu sex prósentum meira fylgi en síðustu sex keppinautarnir hljóta samtals.
Líklega er Arnar þór Jónsson einmitt frambjóðandinn sem orsakar mestu sveiflurnar, þó honum sé í lengstu lög haldið ósýnilegum af ótilgreindum ástæðum.
Kappræður setja strik í reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hefur einmitt verið meinið. Og það er alveg rétt, að það er nákvæmlega ekkert að marka þessar skoðanakannanir, enda hefur mér verið sagt, að einn af stjórnarformönnum Gallup sé kosningastjóri Katrínar, og stjórnarformenn Prósentu og Maskínu séu kosningastjórar Höllu og orkumálastjorans. Það hefur verið talað mikið um þetta í stuðningsmannahóp Arnars Þórs á fésinu, sem ég tilheyri, en ég er einn af meðmælendum hans og stuðningsmönnum. Okkur líst ekkert á þetta, og höfum verið að hvetja stuðningsmenn hans að taka þátt í þeim k0nnunum, sem hafa verið að birtast m.a. á Vísi nýlega, þar sem Arnar Þór var kominn með 9.5 prósent fylgi. Ég horfði í gærkveldi 14. maí á gagngert og gott viðtal við hann á Samstöðinni, sem Gunnar Smári tók. Það var reglulega upplýsandi og gott samtal, sem ég hvet alla stuðningsmenn Arnars Þórs til að horfa og hlusta á. Inná fésinu stofnaði konan hans, Hrafnhildur Sigurðardóttir, einmitt þennan stuðningsmannahóp, og þar er kjörorð okkar; Ég kýs Arnar Þór fyrir land og þjóð. Ég hef svo bætt við: Arnar Þór á Bessastaði fyrir landið og þjóðina, lýðveldið og frelsið. - Ég hugsa, að þessir áróðursmeistarar þessarra fjórmenninga þarna séu hræddir um, að við stuðningsmenn Arnars Þórs höfum verið að staðhæfa, að hann eigi meira inni og eigi meira af fylgjendum, en þeir vilja vera láta og muni fá fleiri atkvæði í kosningunum, en þeir kæra sig um, að hann fá. Það er meinið. Að öðru leyti vísa ég til greinar minnar um þetta efni, sem birtist í Mogganum 4. maí sl., þar sem ég sagði m.a., að við stuðningsfólk Arnars Þórs gætum gert svona skoðanakönnun, þar sem fylgi frambjóðanda okkar færi með himinskautum. En þetta fer í taugarnar á mörgum, hvernig þessi fyrirtæki, sem ég kalla áróðursfyrirtæki í skoðanakannanalíki, hafa hagað sér tll þessa, og Arnar Þór kemur inn á þetta líka í áðurnefndu viðtali þeirra Gunnars Smára á Samstöðinni, sem ég hvet þig til að hlusta á. Svo skulum við vona það besta.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2024 kl. 23:54
Sæl Guðbjörg.
Við erum algjörlega sammála hvað ágæti Arnars Þórs varðar og erum við fjölskyldan t.a.m. búinn að kjósa okkar mann í Holtagörðum.
Það verður að með öllum ráðum að varna þeim áformum (óþokkana) að telja almenningi trú um að atkvæði greidd öðrum en þeirra útvöldu, sem stöðugt er hamrað á muni falla dauð.
Þessi skoðanakannana fyrirtæki eru eitt gleggsta dæmið hér á landi um spillinguna, eins og fjölmörg dæmi sanna.
Jónatan Karlsson, 16.5.2024 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.