Ísland ætti að byrja á að sækja um aðild að BRICS.

Það hefur lengi verið tönnlast á að ekki sé gæfulegt að skipta um hest í miðri á, en þegar farskjótinn er úrvinda, ónýtur og feigur og færi gefst á að söðla yfir á heilbrigðan gæðing, þá hlyti sú lífsbjörg við þær aðstæður einungis að geta talist heilbrigð skynsemi.

Það væri of langt mál að ætla að telja upp alla þá kvilla sem herja á gæfu og farsæld okkar stórkostlegu fósturjarðar, en þær meinsemdir og æxli, rétt eins og þessi síðasti skattur sem brosmild Katrín gerir hér lítið úr, eiga það sameiginlegt að steðja að okkur utan frá og þá helst og gjarna að kröfu svo kallaðra vina- eða bandalagsþjóða okkar.

Í raun og veru ágirnast þessi ríki og bandalög ríkulegar náttúru auðlindir Íslands, en gefa ekkert fyrir lífskjör okkar almennra borgara landsins, annara en auðvitað launaðra umboðsmanna þeirra sjálfra og mögulega einhverra úr þeim auðvirðilega hópi sem fyrirfinnst í öllum löndum og eiga það sameiginlegt að vera reiðubúnin að fórna sjálfstæði og velsæld föðurlandsins fyrir eigin hag.

Í raun og veru þá erum við nú rétt um þessar mundir að steypast á ónýtum klárnum ofan í hyldýpið og enginn von um björgun nema að mokað verði út og gripið til róttækra aðgerða og stokkað upp á nýtt hér í ömulegri spillingunni, rétt eins og t.a.m. segir í fyrirsögn þessarar færslu.


mbl.is Allt önnur áhrif en hvað varðar flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jónatan; æfinlega !

Byggjum við ekki; við þetta Djöfla glettu stjórnarfar Engeyinga - Samherja Mafíunnar, að þá væri þetta borðleggjandi, Jónatan

Og; EES ósómanum (og Schengen- EFTA)kastað út í buskann, enda . . . . 

erum við jú að 65% Ameríkanar (jarð- og landfræðilega).

Hryðjuverka ríkjunum Rússlandi og Kína (Peking- stjórninni) þyrfti

að henda út úr BRICS, en bjóða : Taíwan (Lýðveldinu Kína) - Japan  -  Kazakhstan - Alsír og Argentínu t.d.inngöngu, að sjálfsögðu, til lengri framtíðar litið.

Með beztu kveðjum; sem oftar, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.8.2023 kl. 16:35

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mæltu manna heilastur.

Guðjón E. Hreinberg, 13.8.2023 kl. 17:00

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sælir félagar og þakka ykkur innlitið.

Jónatan Karlsson, 13.8.2023 kl. 17:49

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Xi Jinping varð 70 ára 15. júní s.l., ekkert um það í fjölmiðlum.

Birgir Loftsson, 13.8.2023 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband