Þær ættu fremur að skammast sín.

Niðurstaða þessa tilgangslausa uppblásna Evrópuráðsfundar er fyrst og fremst staðfesting á spaugilegu framapoti tveggja íslenskra kvenna, sem svífa þöndum vængjum í þessu óveðri öfga og kvenfrelsis sem gengur nú illu heilli yfir vesturlönd, eins og blasir reyndar hvívetna við.

Það sást greinilega á þeim gestum sem sáu sér fært að mæta, að þeim var ekki skemmt og auðvitað nennti sjálfur heiðursgesturinn ekki að mæta á þessa sýningu þeirra Katrínar og Þórdísar, þó svo að meginefni fundarins snerist í orði kveðnu um hann og hans hagsmuni.

Það eina sem þessi svokallaða Reykjavíkur yfirlýsing skilur eftir sig, er að ekki tókst að fá öll aðildarríkin til að samþykkja þessa svokölluðu tjónaskrá eða fordæmingu á Rússum, eins lagt var upp með og auðvitað var aldrei einn einasti hinna hundruð fréttamanna í því samhengi nógu skýr eða hugaður að varpa fram spurningunni hvort þetta fyrirkomulag væri afturvirkt eða hvort það ætti einungis við um Rússa eða mögulega Kínverja? Auðvitað vill enginn spyrill deila örlögum með óstýrilátum ribböldum á borð við Julian Assange.

Annað stórt mál sem snýr að Íslendingum var afgreitt snyrtilega, en það var höfðingleg gjöf sjálfrar Ursulu til Katrínar í þá veru að Íslendingar fengju ekki aðeins eins árs, heldur tveggja ára undanþágu frá fullri greiðslu kolefnis losunarheimilda flugs - eða með öðrum skýrari orðum: Tveggja ára aðlögunartími uns fótunum yrði endanlega kippt undan öllum flugrekstri hér á eyjunni.

Í tilefni dagskrárinnar var með öllum atkvæðum samþykkt á Alþingi, að bæta við öll fyrri framlög, hálfum öðrum milljarði fyrir færanlegt sjúkrahús á vígstöðvarnar, nú á sama tíma og sömu ræfils þingmenn sjá sér ekki fært að bæta fjármunum í hörmulegt ástand heilbrigðismála hér heima fyrir.

Íslendingar hafa notið þess á alþjóðlegum vetvangi að vera álitin friðsöm og réttlát þjóð, en því miður lítur út fyrir að sú ímynd sé að verða liðin tíð.


mbl.is „Ég er bara mjög ánægð með Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Frábær færsla.

Síðustu dagana, allt frá þessum fáránlega fundi, hefur eftirfarandi verið mér efst í hug: Minnimáttarkennd Elítu sem fórnar eigin þjóð í þeirri von að verða talin elíta með elítum hins smánaða vestræna heims.

Guðjón E. Hreinberg, 24.5.2023 kl. 17:11

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Guðjón og þakka þér jákvæða vibra.

Ástandið hér og í Evrópu allri er að verða ansi eldfimt - geðveikt!

Jónatan Karlsson, 24.5.2023 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband