16.4.2023 | 11:33
Athyglisverð dauðaþögn um stríðið í Úkraínu.
Engar fréttir eru góðar fréttir, eins og segir í máltækinu og gæti það átt við um skyndilegt áhugaleysi vestrænna fréttamiðla á stríðsrekstri Selenskis og félaga, síðustu dægrin.
Getur það verið að nýrra og þá sannarlega óvæntra áherslu breytinga á einlægum stuðningi og hugarfari vesturlanda sé að vænta, eða getur það einfaldlega verið að áhuginn á stríði við Rússa og bandamenn þeirra sé bara fokinn út í veður og vind?
Getur það mögulega átt sér stað, að uppsöfnuð og sífellt öflugari andstaða almennings hér á vesturlöndum við öfga-kenninga stefnur í loftlags- veiru og kynjamálum og hreinlega augljósum lyga-þvælusögum sem jafnvel mætustu borgarar kyngja og fylgja í blindni og að nú sé mælirinn hreinlega fullur og tekinn að springa?
Síðasti dropinn í yfirfullan bikarinn, hvort sem varðar vaxandi spennu og þrýsting sem blasir við í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu, gæti nú mögulega verið krafa Hans Blix, fyrrverandi yfirmanns vopnaeftirlits Sameinuðu Þjóðanna þess efnis að ákæra Bush, Blair, Rumsfeld og fleirri samstarfsmenn þeirra fyrir stríðsglæpi og auðvitað, fyrir utan öll átök og hörmungar, má sjá ýmiss hatröm vígi öfga-ruglsins taka að hrynja, hvert sem litið er.
Vonandi fer þessu hörmulega aldarmóta tímabils rugli að ljúka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tek undir með þér að þessu stríðsrugli fari að ljúka og einnig í von um að auðsveipnin við Stalíns/Leníns fylgispekt endi og allar þessar fáránlegu vinstriöfgastefnur.
En vestrænir fjölmiðlar segja bara af þessu stríði þegar hægt er að lítillækka Rússa og segja hetjusögur um Selenskí. Þetta er allt mjög skuggalegt.
Hversu mikið er hægt að þagga niður? Þú vaktir mig mikið til umhugsunar með athugsemd þinni við svipaða færslu hjá mér hversu mikið skuggalegt fer fram sem fólk fær ekki að vita um.
Þeir sem stjórna vestrænu pressunni vita kannski að hér er verið að tefla á tæpasta vað fyrir glataðan málstað. Það er verið að æsa þjóð sem hefur verið farið illa með lengi (Úkraínu) til að útrýma sér fyrir vestræna menningu - þótt sögulega séð eigi þjóðin meiri samleið með Rússlandi.
Margt er bogið við þetta.
Ingólfur Sigurðsson, 17.4.2023 kl. 01:26
Ég þakka þér kærlega innlitið Ingólfur.
Líklega eru öll viðbrögð Bandaríkjamanna nokkuð eðlileg fyrir hnignandi stórveldi, líkt eins og þau náðu sér á flug eftir heimstyrjaldirnar og sérstaklega þá síðari.
Mögulega gætu þeir, eins ágætir og þeir að mörgu leyti eru, náð framlengingu á ofurvaldinu og jafnvel brosað í gegnum tárin þó Evrópa lægi í rústum.
Jónatan Karlsson, 17.4.2023 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.