18.3.2023 | 10:58
Vanvitar við völd.
Ég fæ ekki orða bundist yfir þeirri frétt að meirihlutinn í Reykjavík hyggist enn hindra umferðarflæðið í borginni og nú síðast með því að leggja af aðra beygju akgreinina af Kleppsmýrarvegi til suðurs inn á Sæbrautina.
Það þekkja allir sem á annað borð nota þessi gatnamót (líkt og ég geri) að þessa ráðagerð mætti auðveldlega kalla vitfirringu, miðað við núverandi álag.
Í raun og veru þá blasir það við öllum heilvita ökumönnum á Reykjavíkursvæðinu, að með því að nota hugvit og tækni, þá mætti greiða stórlega fyrir eðlilegu umferðarflæði um borgina, sem auðvitað myndi hafa tuga milljarða sparnað í för með sér, sem ætla mætti að kæmi sér vel fyrir vanvitana sem halda um stjórntaumana í höfuðborginni, svo ekki sé minnst á minni mengun og aukin loftgæði.
Án þess að telja upp þau ótalmörgu minni og auðvitað stóru dæmin um aðfarirnar að jöfnu og þægilegu umferðarflæði borgarana, sem lagfæra mætti þó á skömmum tíma, þá hvet ég einungis Reykvíkinga til að sameinast um að koma þessari vanhæfu og nær örugglega spilltu borgarstjórn með alla fjármálaóreiðuna og borgarlínuvitleysuna út í hafsauga sem fyrst, áður en það verður um seinan.
Umbætur gerðar á gatnamótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.