Er Belzebúb mættur?

Belzebúb sjálfur holdi klæddur, varð mér hugsað þegar ég sá í sjónvarpsfréttum nýskipaðan forsætisráðherra Ísraels ásamt ríkisstjórn hans, en fréttin snerist um frekari kúgun og niðurlægingu innfæddra í Paletínu, en nú mega þeir ekki lengur flagga eigin þjóðfána og eru að auki sviptir alþjóðlegum fjárstyrkjum, sem ágjarnir félagar Benjamíns Netanyhu hafa haldlagt í því yfirskyni að fénu verði í þess stað veitt gyðingum eða landnámsmönnum sem orðið hafi fyrir skaða eða óþægindum af hálfu Palestínumanna.

Þessi fyrri hluti ósómans, sem einhverra hluta vegna þykir ekki boðleg frétt hér á mbl.is er auðvitað skammarlegur, en til að fullkomna ræfilsháttinn og/eða vanhæfnina, þá er heldur ekki minnst á það einu orði að fulltrúar Íslands sátu hjá í kosningu um fordæmingu athæfis gyðingana á vetvangi SÞ í minni hluta þar, ásamt fleirri leppríkjum Bandaríkjana, þrátt fyrir að hafa veitt Palestínu viðurkenningu sem sjálfstæðri þjóð fyrir aðeins örfáum árum síðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðandi Benjamíns Netanyhu!

Ekki er lærisveinn meistaranum fremri né þjónn herra sínum. Nægja má lærisveini að vera sem meistari hans og þjóni sem herra hans. Fyrst þeir kölluðu húsföðurinn Beelsebúl, hvað kalla þeir þá heimamenn hans? Mt. 10.

Þegar Ísraels Guð gerði sáttmála sinn við Ísraelsþjóðina varðandi fyrirheitna landið Ísrael, lofaði Hann þeim frá upphafi 300.000 ferkílómetra lands. Þeir hafa samt aldrei ráðið yfir nema smáhluta af því landi.

En þegar þeir loks hlýða Jehóva, Guði sínum, og þeim sáttmála sem Hann gerði við þá í upphafi, eignast þeir allt landið. Guð er ekki maður að Hann ljúgi.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.1.2023 kl. 21:53

2 Smámynd: Hörður Þormar

Þegar palestínskir gíslatökumenn hertóku ísraelska farþegaflugvél og flugu henni til Entebbe í Gahna þá sendu Ísraelsmenn vopnaða sveit til flugvallarins til þess að frelsa gíslana. Foringi sveitarinnar, Jonathan Netanyahu, var eini Ísraelsmaðurinn sem féll í þessari aðgerð. Bróðir hans, Benjamin, var þá búsettur í Bandaríkjunum. Þegar hann frétti af falli bróður síns ákvað hann að fara heim til Ísraels og snúa sér að pólitík.

Það hefur yfirleitt verið svo að flestar aðgerðir  Palestínumanna og Araba gegn Ísrael hafa komið þeim sjálfum verst. Þannig lofuðu Ísraelsmenn að láta Jórdaníu í friði í sex daga stríðinu. En Nasser hringdi í Hussein, konung Jórdaníu og sagði honum að Egyptar væru komnir langleiðina til Tel Aviv. Stóðst hann þá ekki mátið og réðst inn í Vestur-Jerúsalem, afleiðingarnar þekkja allir.

Fyrsta áratug Ísraelsríkis sat stjórn Verkamannaflokksins að völdum sem vildi  frekar ná sáttum við Palestínumenn heldur en þær stjórnir sem síðar tóku við. Þeim sáttum var aldrei við komið nema gegn skilyrðum um að allir flóttamenn fengju að snúa heim.

Gyðingar hafa búið öldum og árþúsundum saman í löndum Araba, t.d. Egyptalandi og Mesópótamíu. Þeir voru nánast allir hraktir í burtu en fengu þegnrétt í Ísrael. Palestínumenn sem flýðu til "bræðra" sinna í nágrannalöndunum voru settir í flóttamannabúðir á vegum SÞ og hýrast þar enn, séu þeir á lífi, nema þeir hafi flúið til annara landa, t.d. Íslands, þar sem þeir hafa fengið miklu betri móttökur heldur hjá "meðbræðrum sínum".

Nú eru komnar kynslóðir Ísraels- og Palestínumanna sem hafa alist upp í gagnkvæmu hatri. Og enn er uppi háværar raddir meðal Palestínumanna um að allir Ísraelsmenn verði "reknir í sjóinn".

Hörður Þormar, 14.1.2023 kl. 21:56

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan daginn. Ég er hræddur um að landabréfið sé breytt. Nú eru komnar tvær valdablokkir í Miðausturlöndum, og Ísraelar eru í annarri. Hugsa sér að þeir skuli vera í bandalagi við Araba! Abraham samkomulagið í Trumps er bara formleg staðfesting.

En hver er óvinurinn? Íran og leppríki þess. Á meðan þessar blokkir berjast (á bakvið tjöldin), verður ekki hlustað á kröfur Palestínumanna sem sjálfir eru klofnir í tvær fylkingar. Arabarnir sjá góðan samherja í Ísraelum gegn Persum enda eina kjarnorkuríkið á svæðinu (kannski líka Íran?).

Birgir Loftsson, 15.1.2023 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband