12.6.2022 | 18:21
Um einsleita umræðu.
Sendiherra Íslands í Rússlandi segir eftirfarandi:
"Umræðan í Rússlandi er allt annars eðlis heldur en á Vesturlöndum og er býsna einsleit. Fjölmiðlar í landinu eru hliðhollir stjórnvöldum og gagnrýnar raddir eru sjaldgæfar og fá lítið rými"
Þessi orð sendiherrans gætu gefið til kynna að umræðan á Vesturlöndum einkenndist af hlutlausum og heiðarlegum fréttaflutningi fjölmiðla, en því miður er það öðru nær.
Fyrir tveimur dögum var fyrirsögn fréttar hér í mbl.is á þá leið að u.þ.b. eitt hundrað úkranískir hermenn féllu í bardögum við Rússa dag hvern, en svona til samanburðar við þá tölu mætti t.d. nefna að frá áramótum hafa 19.300 manns og það mest börn og ungmenni látist í Bandaríkjunum, einungis af völdum skotvopna, sem þýðir 108 dag hvern og er þó hlutfall þeirra sem deyja af völdum skotsára einungis u.þ.b. tuttugu prósent.
Ég held að óhætt sé að segja að áróður og heilaþvottur fjölmiðla hér sé ívið verri og rýmið fyrir gagnrýni enn minna - ef eitthvað er.
Umræðan einsleit og hart tekið á mótmælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.