Kosningaspá mín 28 apríl 2022

Til gamans skýt ég á úrslit komandi borgarstjórnakosninga, í ljósi óáreiðanleika fyrri skoðanakannana á bananalýðveldinu Íslandi, líkt og dæmin sanna. Því miður óttast ég að Samfylking haldi velli með stuðningi Sjálfstæðisflokks og fyrri fylgifiska, en öruggt má teljast að Flokkur fólksins verði hástökkvari kosningana.

Fyrsta röð er núverandi staða.
Önnur röð er spá Fréttablaðsins 27. apríl.
Þriðja röð er spá höfundar 28. apríl.

Sjálfstæðisflokkur 8 - 5 - 6
Samfylking 7 - 6 - 5
Píratar 2 - 4 - 2
Viðreisn 2 - 1 - 1
Sósíalistaflokkur 1 - 2 - 1
Flokkur fólksins 1 - 1 - 5
Vinstri græn 1 - 1 - 1
Framsóknarflokkur 0 - 3 - 1
Miðflokkur 1 - 0 - 0
Besta borgin 0 - 0 - 0
Ábyrg framtíð 0 - 0 - 1


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjá borgarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Kolbrún og Flokkur fólksins hafa verið á mikilli uppleið undanfarið
en þá er dregið fram í DAGsljósið eldgömul afglöp
til að kæfa fylgisaukninguna í fæðingu

Funda um stöðu Tómasar (mbl.is)

Grímur Kjartansson, 28.4.2022 kl. 16:36

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Satt segirðu Grímur.

Mykjudreifingin er hafin, en vonandi lætur Inga það ekki á sig fá, sérstaklega í ljósi þess að staðreyndin er sú að hvergi í hinum siðmenntaða heimi eru hlutfallslega jafn mörg börn getinn (einhverstaðar!) utan hjónabands og á Íslandi.

Síðan var það auðvitað stúlkan á barnum sem sármóðgaðist þegar náungi spurði hana hvort hann mætti bjóða henni í glas, eða hvort hún vildi frekar bara fá peninginn.

Jónatan Karlsson, 28.4.2022 kl. 17:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Að spá úrslitum kosninga get ég aldrei neitt þegar mér hálfýtt í það að gamni.Er betri í fótboltagiski. En það er samt gaman að sjá þetta,takk fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2022 kl. 17:00

4 identicon

Sæll Jónatan.

Fróðleg spá!

Ég vona að fyrr en síðar deili síðuhafi með okkur hverjir muni
stjórna borginni næsta kjörtímabil.

m.f.g.

Húsari. (IP-tala skráð) 2.5.2022 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband