Einkavinavæðing Íslands.

Nú skal til skarar látið skríða, hugsaði ég þegar hin nýja ríkisstjórn var kynnt í s.l. viku og ég sá að Guðlaugur Þór Þórðarson var settur yfir orkumál þjóðarinnar og síðan hreinlega þyrmdi yfir mig þegar ég las um ráðningu Hreinns Loftssonar sem aðstoðarmanns Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.

Það hafa lengi verið uppi áform um að einkavinavæða Landsvirkjun eins og flestir ættu að geta ímyndað sér, ekki síst þegar okkar (Lýðveldisins Íslands) stutta saga er skoðuð, eins og sala síldarverksmiðjanna, áburðar-og sementsverksmiðjunar, Símans og auðvitað bankanna, svo ekki sé minnst á alla hina gjafa-gjörningana á borð við Samvinnutryggingar, bótasjóð Sjóvár o.fl o.fl. bera vott um.

Á síðasta kjörtímabili samþykkti þessi sama ríkisstjórn hinn svokallaða þriðja orkupakka, án nokkurs rökstuðnings annars en ómerkilegs loforðs um að ekki stæði til að tengjast raforkukerfi Evrópu og efuðust líklega flestir sem t.a.m. þeir sem þekkja eitthvað til ferils og innrætis fyrrnefnds ráðherra og nýja "aðstoðarmannsins" eða muna þessar eða aðrar tilfærslur almennings- eða ríkiseigna í einkaeign útvaldra, - að til stæði nokkurn tíma að standa við þau fögru fyrirheit.

Líklega verður fjórði orkupakkinn samþykktur vandkvæðalaust og jafn rakalaust og síðan hafist handa um að einkavæða Landsvirkjun, ásamt Orkuveitu Reykjavíkur (til að afstýra skipulögðu gjaldþroti höfuðborgarinnar) og það ferli allt skreytt með tímabundinni aðkomu lífeyrissjóðanna í skugga fáránlegra vindmylla.

Náðarhöggið nálgast.


mbl.is Hreinn fer frá Áslaugu til Jóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband