Stelpuspark

Það hlýtur nú að fara að renna upp fyrir landsmönnum og ekki síður konum að knattspyrna kvenna á ekki vinsældum að fagna og það hvorki meðal karla né kvenna, eins og jafnvel þrjóskustu fylgistmenn þeirra hljóta að viðurkenna.

Ég las þessa frétt um dræma sölu aðgöngumiða í gær og nú í dag fæ ég boðsmiða frá Vodafone, svo að ég fæ ekki orða bundist.

Auðvitað er gaman að sjá liprar stelpur keppa í þessum hefðbundnu keppnis íþróttum karla, en að fella niður fréttatíma sjónvarps til að sýna stelpurnar reyna að ná stigum gegn erlendu liði er nokkuð langt gengið.

Ef þetta snýst um jafnrétti, þá ættu konur sjálfar að sýna stuðning og kaupa miða fullu verði, líkt og við strákarnir gerum þegar okkar menn berjast og ekki ætlast til þess að við sjáum um líka um það.


mbl.is Miðarnir á kvennalandsleikinn hreyfast hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef leikurinn er á þeim tíma er mér sama,það skýrist líka af því að fréttir seinustu ára eru oftast um átök þar sem miðillinn kýs að halla á annan sem er honum þóknanlegur.Fólk tímir alveg að fara á leiki en þar er kalt þótt yfirbyggt sé. 

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2021 kl. 15:03

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér Helga fyrir innlitið.

Hvað hlutdrægan fréttaflutninginn varðar, þá hefur þú auðvitað á réttu að standa.

Jónatan Karlsson, 23.10.2021 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband