Tímabært að fjarlægja skjaldarmerki Kristjáns níunda af Alþingishúsinu.

Í tilefni þess og aðallega vegna níðskrifa íslensks óþokka, þá hefur látlaus minningarskjöldurinn um rithöfundinn Guðmund Kamban sem skotinn var eins og hundur í stríðslok af meðlimum dönsku mótspyrnuhreyfingarinnar án frekari eftirmála, verið fjarlægður af húsvegg fyrrum heimilis hans í Kaupmannahöfn.

Enn og aftur gefur danski krónprinsinn okkur fingurinn og mætir einn þáttakenda á loftlagsráðstefnu til Íslands á einkaþotu og væri það eitt sannarlega ástæða til að mölva nafnspjald árhundraða niðurlægingar af Alþingishúsinu, þó stærra tilefni sé einungis lítil látúnsplata á Austurbrú, sem ekki fékk að standa í friði, heldur var látin víkja sakir illmælgi, rógs og óvandaðrar heimildavinnu, sem þó með þeirri táknrænu aðgerð hefur saurgað nafn og mannorð rithöfundarins Guðmundar Kamban til frambúðar.


mbl.is Minningarskjöldur um Kamban á leið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég tek undir þetta. Langflestir fræðimenn hafa verið á þeirri skoðun að Guðmundur Kamban hafi ekki verið sá nazisti sem sumir halda fram. (Ætli það séu ekki vinstriöfgamenn sjálfir sem halda því fram). Ekki veit ég hvernig hann lét samúð sína í ljós með þeim málstað, en ekki vann hann í neinum slíkum búðum, og ekki eru rit hans áróður í því efni. Ég hef kynnt mér rit hans og þau sneiða framhjá deiluefnum samtíma hans, sem þó voru mjög áberandi, en þau eru vönduð og metnaðarfull engu að síður.

 

Það er einn hér á blogginu, Fornleifur, sem hefur haldið öðru fram, en það virðist líka hans persónulegi metnaður og köllun að sjá sem flesta öfgamenn. Það er hans réttur, en réttur annarra er að vera ekki endilega sammála.

 

Þetta er enn eitt dæmi um það hvað okkar samtími er orðinn afskræmdur og afvegaleiddur, að gera forn deilumál að heitum deilumálum nútímans. 

 

En í nafni tjáningarfrelsis hlýtur fólk að gera þær kröfur að: A) Að listamenn megi hafa allar skoðanir, að engin skoðun sé bönnuð og B) Að meðferðinni á Guðmundi Kamban verði mótmælt af opinberum aðilum.

 

Full ástæða til að berjast fyrir því frjálsa samfélagi sem á undir högg að sækja og vekja athygli á þessu.

Ingólfur Sigurðsson, 16.10.2021 kl. 15:41

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér innlitið Ingólfur og auðvitað líka fyrir þínar fróðlegu og skemmtilegu færslur.

Jónatan Karlsson, 17.10.2021 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband