20.9.2021 | 19:03
Vænlegur fjármálaráðherra?
Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segist ekki hafa fengið eina krónu í kaupaukagreiðslu frá Kviku heldur hafi hún sjálf ásamt eiginmanni sínum nýtt eigin sparnað þegar hún kom heim úr námi og keypt hluti í bankanum.
Það hlýtur að kallast óvanalega mikil hagsýni fyrir námsmann með lítið á milli handana að geta lagt svo drjúgt til hliðar á námsárunum, að sparnaðurinn einn og sér dugi fyrir umtalsverðri fjárfestingu í banka.
Þvílíkt fjármálavit gæti sannarlega komið að notum í fjármálaráðuneytinu.
![]() |
Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.