23.5.2021 | 17:35
Og sagan endurtekur sig......
Ég get ekki orða bundist eftir að sjá frétt þessa og myndir BBC frá Gaza hér á mbl.is eftir að einhverskonar vopnahlé gekk í gildi milli borgara svæðisins og Ísraelsríkis. Ég leyfi mér að gerast svo djarfur að birta hér með orðréttar tilvitnanir í grein Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands úr Kjarnanum frá því í gær sem lýsir sýn hans á ástandinu:
"Gaza er stærsta utandyrafangelsi í heiminum. Um það bil tveimur milljónum manna er haldið þar innilokuðum í flóttamannabúðum á örsmáu svæði, sem Ísraelsher hefur víggirt á hernumdu svæði. Þaðan kemst enginn út án leyfis hernámsyfirvalda. Lífsnauðsynlegur út- og innflutningur er stöðvaður fyrirvaralaust að geðþótta hernámsyfirvalda. Það á jafnt við um lyf sem matvæli. Hafnir hafa verið fyrir löngu eyðilagðar, og flugsamgöngur ógerlegar án leyfis hernámsyfirvalda.
Það verður að binda endi á óbreytt ástand: Ofbeldi nýlenduherrans gagnvart hinum kúguðu; aparthaid herraþjóðar gagnvart hinum óæðri kynþætti - eins og það hét á tungumáli þýsku nasistanna forðum."
Og talandi um fortíð og nasista, þá sá ég fréttaskot frá Kanadísk/Bandarísku fréttastofunni VICE news frá upphafi þessa síðasta hryllings, þ.e.a.s. þegar þungvopnaðar stormsveitir gyðinga réðust til atlögu við óvopnaða palestínska borgara á Ramadan á helgasta bænastað þeirra í Austur-Jerusalem, þrátt fyrir greinileg brot á skýrum ályktunum SÞ.
Þær sláandi fréttamyndir af aðförum hersveita hernámsliðsins minntu mig reyndar á líkar aðfarir sem ég sá einmitt nýlega á youtub frá Heimstyrjöldinni síðari, nema að þar voru borgararnir evrópskir gyðingar en böðlarnir meðlimir hinnar illræmdu Dirlewanger Brigade Himlers.
Vopnahlé heldur og aðstoð berst til Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.