18.4.2021 | 15:57
Jón og séra Jón
Þessi vinarlegi rabbíni frá New York sem er í helgarviðtali Morgunblaðsins að þessu sinni, aðalega líklega vegna útgáfu íslenskrar þýðingar á enn einni frásögninni af svonefndum útrýmingarbúðum nazista á árum síðari heimstyrjldarinnar og virðist tilefni viðtalsins helst vera að þessi ungi maður ritar formála að bókinni.
Avraham Feldman segir bókina vera mjög fræga og lýsa á sannfærandi og hátt aðstæðum og hryllingnum sem aumingja fangarnir máttu lifa við í Auschwitz og bætir við að hann hafi lesið bókina fyrst fyrir mörgum árum, en hafi síðan lesið hana aftur til geta haft efnið ferskt í minninu við ritun formálans.
Feldman heldur áfram og segir að í bókinni sé helförinni og lífinu í búðunum lýst frá fyrstu hendi höfundar, en ekki einungis sem tölfræði yfir þær sex milljónir gyðinga sem þar týndu lífinu, en lokaorð rabbínans í viðtalinu eru þessi:
„Við erum öll sköpuð jöfn og af sama guðinum. Enginn er öðrum æðri, allir hafa sama rétt í þessum heimi. Hinn frægi rabbíni Maimonides, sem var uppi á tólftu öld, sagði að hver og einn væri heill heimur, ekki bara einstaklingur, og þeir sem bjarga annarri manneskju bjarga um leið öllum heiminum og niðjum þeirra í framtíðinni. Þetta er góð speki að tileinka sér og fara eftir.“
Ég vil nú eins og púkinn á fjósbitanum bæta við hugljúft viðtalið, að ég held að það viti flestir sæmilega upplýstir jarðarbúar að meðferð gyðinga á Palestínumönnum nú til dags, er ekki beinlínis í samræmi við hugmyndir Herra Feldmans um kærleika og mannréttindi og talandi um það, þá fékkst á síðasta ári með harmkvælum gefin út í íslenskri þýðingu bók kanadísks sagnfræðings um þetta sama viðkvæma málefni, líklega með skírskotun til ritfrelsislaga, en varð að því ég best veit strax svartlistuð og ófáanleg í öllu jólabókaflóðinu og jafnvel á ný-afstöðnum bókamarkaði á Laugardalsvelli var hún hvergi sjáanleg.
Illskan ímyndunaraflinu framandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.