15.4.2021 | 15:56
Vitfyrrtur borgarstjórnar meirihluti.
Síðasta samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur í þá veru að lækka hámarkshraða umferðar í gjörvallri höfuðborginni er ekkert annað en grímulaus aðför að íbúum borgarinnar.
Auðvitað er öllum heilvita vegfarendum Reykjavíkur ljóst að rökin fyrir aðgerðinni allri, hvort sem að öryggi eða svifryki snýr eru í raun og veru öfugmæli við raunveruleikann.
Í stað þess að fjölyrða um óþrifin á grútskítugum götum borgarinnar, sem tómlegir strætisvagnar þyrla upp í vaxandi mæli og fjölgandi hindrunum fyrir almenna umferð, þá vil ég krefjast þess að borgarbúum gefist færi á að láta í ljós skoðun sína á þessari vitskertu áætlun í almennri kosningu, áður en lengra verður haldið.
Að mínu mati þá er eitthvað mikið gruggugt og óeðlilegt við áætlanir og rekstur borgarinnar, án þess að fjölyrða frekar um sótsvartar grunsemdir mínar.
Hraðalækkun samþykkt og fyrstu 40-göturnar í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.