Nú hlýtur að vera tímabært að kveðja erindreka ESB á Íslandi.

Það er aumkvunarvert að hlusta á stórkostlega vitrun Katrínar Jakobsdóttur þess efnis að mögulegt sé að leita út fyrir Evrópusambandið að virkum bóluefnum, þó hún bæti venju samkvæmt við, að það verði auðvitað að vera háð leyfi Lyfjastofnunar Evrópusambandsins.

Frammistaða heilbrigðisráðherra í öllu þessu bóluefnismáli er líka til háborinnar skammar þegar litið er aðgerða innmúraðra ESB ríkja á borð við Þjóðverja sjálfa og enn setur Svandís hagsmuni Íslands á aftasta bekk, líkt og þegar hún sem umhverfisráðherra afþakkaði allar eðlilegar undanþágur til handa íslendingum í Kyoto samningnum 2009, þá að áætluðu andvirði 15 milljarða árlega - og það líklega einungis af persónulegum hugsjóna ástæðum.

Því má bæta við að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segir í annari frétt hér á mbl.is að útflutningsbann ESB á bóluefni til Íslands sé ekki boðlegt og það orðrétt eftir honum haft, en eigi að síður býður hann þjóðinni upp á það, eða með öðrum orðum sagt, þá ætti hver sannur föðurlandsvinur í starfi hans að grípa til raunverulegra aðgerða, í stað þess að láta nægja að mjálma.

Því miður virðist okkur Íslendingum allar bjargir bannaðar og fáir eða engir aðrir kostir í boði en að ganga álútir og hoknir í hnjánum og horfa með stillingu og festu á íslenska jörð.


mbl.is Kanna möguleikann á að semja beint við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góð grein og þú hefur rétt fyrir þér eins og alltaf.

Birgir Loftsson, 25.3.2021 kl. 20:22

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þakka þér innlitið Birgir og hlý orð í minn garð.

Jónatan Karlsson, 25.3.2021 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband